Royal Unibrew á mikilli siglingu í dönsku kauphöllinni 26. ágúst 2009 08:34 Hlutir í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hafa verið á mikilli siglingu í dönsku kauphöllinni í morgun og hafa hækkað um tæp 26% í verði. Hluturinn stóð í 126 danskar kr. við lokun markaðarins í gærdag en er kominn í 158,50 danskar kr. í morgun. Ástæðan að baki þessarar miklu hækkunnar er að stjórn Unibrew býst nú við að hagnaður af kjarnastarfsemi sinni í ár verði á bilinu 170 til 210 milljónir danskra kr. eða allt að rúmlega fimm milljarðar kr. Áður lágu væntingar um hagnaðinn „í kringum 135 milljónir" danskra kr. Stoðir seldu Straumi rúmlega 5,2% af eignarhlut sínum í Royal Unibrew s.l. vor en um er að ræða næststærsta bruggverksmiðjur Danmerkur. Eftir söluna á Stoðir áfram 16,3% í Unibrew en samanlagður hlutur þessarar tveggja aðila er 21,6%. Í frétt um málið í börsen.dk segir að frá því að hlutir í Unibrew náðu sínu lægst verði í mars s.l. hafa þeir hækkað um 350%. Þeir eiga samt nokkuð í land enn að ná hámarksverði sínu eins og það var fyrir ári síðan. Ástæðan fyrir uppfærðum hagnaðarvæntingum er aukin sala á vörum Unibrew sem m.a. framleiðir Faxe Kondi gosdrykkinn og Ceres ölið. Þá hefur markaðurinn einnig tekið jákvætt í að stjórn Unibrew hefur markvisst unnið að því að minnka skuldir sem hvíla á bruggverksmiðjunum. Samkvæmt uppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins hjá Unibrew sem kynnt var í morgun nam hagnaður á tímabilinu tæpum 17 milljónum danskra kr. eftirt skatta. Til samanburðar var tæplega 12 milljón danskra kr. tap á rekstrinum á sama tímabili í fyrra. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutir í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hafa verið á mikilli siglingu í dönsku kauphöllinni í morgun og hafa hækkað um tæp 26% í verði. Hluturinn stóð í 126 danskar kr. við lokun markaðarins í gærdag en er kominn í 158,50 danskar kr. í morgun. Ástæðan að baki þessarar miklu hækkunnar er að stjórn Unibrew býst nú við að hagnaður af kjarnastarfsemi sinni í ár verði á bilinu 170 til 210 milljónir danskra kr. eða allt að rúmlega fimm milljarðar kr. Áður lágu væntingar um hagnaðinn „í kringum 135 milljónir" danskra kr. Stoðir seldu Straumi rúmlega 5,2% af eignarhlut sínum í Royal Unibrew s.l. vor en um er að ræða næststærsta bruggverksmiðjur Danmerkur. Eftir söluna á Stoðir áfram 16,3% í Unibrew en samanlagður hlutur þessarar tveggja aðila er 21,6%. Í frétt um málið í börsen.dk segir að frá því að hlutir í Unibrew náðu sínu lægst verði í mars s.l. hafa þeir hækkað um 350%. Þeir eiga samt nokkuð í land enn að ná hámarksverði sínu eins og það var fyrir ári síðan. Ástæðan fyrir uppfærðum hagnaðarvæntingum er aukin sala á vörum Unibrew sem m.a. framleiðir Faxe Kondi gosdrykkinn og Ceres ölið. Þá hefur markaðurinn einnig tekið jákvætt í að stjórn Unibrew hefur markvisst unnið að því að minnka skuldir sem hvíla á bruggverksmiðjunum. Samkvæmt uppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins hjá Unibrew sem kynnt var í morgun nam hagnaður á tímabilinu tæpum 17 milljónum danskra kr. eftirt skatta. Til samanburðar var tæplega 12 milljón danskra kr. tap á rekstrinum á sama tímabili í fyrra.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira