Royal Unibrew á mikilli siglingu í dönsku kauphöllinni 26. ágúst 2009 08:34 Hlutir í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hafa verið á mikilli siglingu í dönsku kauphöllinni í morgun og hafa hækkað um tæp 26% í verði. Hluturinn stóð í 126 danskar kr. við lokun markaðarins í gærdag en er kominn í 158,50 danskar kr. í morgun. Ástæðan að baki þessarar miklu hækkunnar er að stjórn Unibrew býst nú við að hagnaður af kjarnastarfsemi sinni í ár verði á bilinu 170 til 210 milljónir danskra kr. eða allt að rúmlega fimm milljarðar kr. Áður lágu væntingar um hagnaðinn „í kringum 135 milljónir" danskra kr. Stoðir seldu Straumi rúmlega 5,2% af eignarhlut sínum í Royal Unibrew s.l. vor en um er að ræða næststærsta bruggverksmiðjur Danmerkur. Eftir söluna á Stoðir áfram 16,3% í Unibrew en samanlagður hlutur þessarar tveggja aðila er 21,6%. Í frétt um málið í börsen.dk segir að frá því að hlutir í Unibrew náðu sínu lægst verði í mars s.l. hafa þeir hækkað um 350%. Þeir eiga samt nokkuð í land enn að ná hámarksverði sínu eins og það var fyrir ári síðan. Ástæðan fyrir uppfærðum hagnaðarvæntingum er aukin sala á vörum Unibrew sem m.a. framleiðir Faxe Kondi gosdrykkinn og Ceres ölið. Þá hefur markaðurinn einnig tekið jákvætt í að stjórn Unibrew hefur markvisst unnið að því að minnka skuldir sem hvíla á bruggverksmiðjunum. Samkvæmt uppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins hjá Unibrew sem kynnt var í morgun nam hagnaður á tímabilinu tæpum 17 milljónum danskra kr. eftirt skatta. Til samanburðar var tæplega 12 milljón danskra kr. tap á rekstrinum á sama tímabili í fyrra. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hlutir í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hafa verið á mikilli siglingu í dönsku kauphöllinni í morgun og hafa hækkað um tæp 26% í verði. Hluturinn stóð í 126 danskar kr. við lokun markaðarins í gærdag en er kominn í 158,50 danskar kr. í morgun. Ástæðan að baki þessarar miklu hækkunnar er að stjórn Unibrew býst nú við að hagnaður af kjarnastarfsemi sinni í ár verði á bilinu 170 til 210 milljónir danskra kr. eða allt að rúmlega fimm milljarðar kr. Áður lágu væntingar um hagnaðinn „í kringum 135 milljónir" danskra kr. Stoðir seldu Straumi rúmlega 5,2% af eignarhlut sínum í Royal Unibrew s.l. vor en um er að ræða næststærsta bruggverksmiðjur Danmerkur. Eftir söluna á Stoðir áfram 16,3% í Unibrew en samanlagður hlutur þessarar tveggja aðila er 21,6%. Í frétt um málið í börsen.dk segir að frá því að hlutir í Unibrew náðu sínu lægst verði í mars s.l. hafa þeir hækkað um 350%. Þeir eiga samt nokkuð í land enn að ná hámarksverði sínu eins og það var fyrir ári síðan. Ástæðan fyrir uppfærðum hagnaðarvæntingum er aukin sala á vörum Unibrew sem m.a. framleiðir Faxe Kondi gosdrykkinn og Ceres ölið. Þá hefur markaðurinn einnig tekið jákvætt í að stjórn Unibrew hefur markvisst unnið að því að minnka skuldir sem hvíla á bruggverksmiðjunum. Samkvæmt uppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins hjá Unibrew sem kynnt var í morgun nam hagnaður á tímabilinu tæpum 17 milljónum danskra kr. eftirt skatta. Til samanburðar var tæplega 12 milljón danskra kr. tap á rekstrinum á sama tímabili í fyrra.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira