Fótbolti

Vill að landar sínir yfirgefi Real Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ruud van Nistelrooy fagnar marki í leik með Real Madrid.
Ruud van Nistelrooy fagnar marki í leik með Real Madrid. Nordic Photos / AFP

Ruud van Nistelrooy hefur hvatt landa sína fimm hjá Real Madrid að yfirgefa félagið ef þeir hafa kost á því.

Enska dagblaðið The Guardian greindi frá því í gær að spænska félagið hafi sent fax á nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni með lista yfir níu leikmenn sem allir eru til sölu.

Real Madrid hefur reyndar síðan þá gefið út yfirlýsingu þar sem þessu er neitað.

En van Nistelrooy telur engu að síður að þeir Arjen Robben, Wesley Sneijder, Klaas-Jan Huntelaar, Rafael van der Vaart og Royston Drenthe eigi allir að fara annað.

„Allir hafa þeir háleit markmið og taka þátt í HM í Suður-Afríku á næsta ári með hollenska landsliðinu. Ef þeir fá tilboð frá öðrum stórum félögum ættu þeir að taka því."

Sjálfur ætlar hann að vera áfram í Madríd. „Ég ætla að klára minn samning. Ég er meiddur og veit ekki hvað félagið vill gera í mínum málum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×