Eins manns dauði er annars manns brauð Gunnar Örn Jónsson skrifar 21. ágúst 2009 11:56 Frá Westminster í London. Ekki eru allir Bretar á því að lágvöruverslanir séu af hinu góða. Verslanir með ódýrar vörur þrífast best í því efnahagsástandi sem nú er á Bretlandi. Verslunarkeðjan 99p Stores, eða allt á 99pens, hefur fjölgað verslunum sínum verulega á árinu og áætlar að tvöfalda fjölda verslana sinna á þessu ári. Verslanir 99p Stores á Bretlandi eru nú 99 talsins. Gjaldþrot Woolworths, sem var að hluta til í eigu Baugs, aðstoðar við vöxt verslananna, segir annar af eigendum 99p Stores. Hussein Lalani, annar af eigendum 99p Stores búðanna, segir að þrjátíu 99p stores hafi opnað í húsnæði sem áður tilheyrði hinni gjaldþrota Woolworths matvöruverslun. „Þeim á eftir að fjölga enn frekar og það er ljóst að gjaldþrot Wollie hefur aðstoðað okkur við að vaxa sem raun ber vitni," segir Hussein Lalani. Umræddar Woolworths verslanir urðu gjaldþrota síðastliðinn vetur en þær voru að hluta í eigu Baugs. En það eru ekki allir sem njóta þess að gera reifarakaup. Eileen Ricks, 75 ára íbúi í Kent, rétt fyrir sunnan London segir að nóg sé komið af lágvöruverslunum. „Nú þegar höfum við búðirnar Allt á eitt pund og Wilkinson og því höfum við ekkert við nýja lágvöruverslun að gera," hefur Sky fréttaveitan eftir frú Eileen. „Það sem við þurfum í dag eru verslanir sem auka bjartsýni neytenda en ekki verslanir sem draga úr bjartsýni og jákvæðni, allir af minni kynslóð myndu taka undir orð mín," segir frúin. Yfir eitt þúsund manns hafa skráð sig í Facebook hóp í smábænum Cotswold í Englandi sem mótmælir opnun 99p Store í bænum. Það er því ljóst að ekki eru allir á eitt sáttir þegar kemur að opnun lágvöruverslana eins og 99p Store. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Verslanir með ódýrar vörur þrífast best í því efnahagsástandi sem nú er á Bretlandi. Verslunarkeðjan 99p Stores, eða allt á 99pens, hefur fjölgað verslunum sínum verulega á árinu og áætlar að tvöfalda fjölda verslana sinna á þessu ári. Verslanir 99p Stores á Bretlandi eru nú 99 talsins. Gjaldþrot Woolworths, sem var að hluta til í eigu Baugs, aðstoðar við vöxt verslananna, segir annar af eigendum 99p Stores. Hussein Lalani, annar af eigendum 99p Stores búðanna, segir að þrjátíu 99p stores hafi opnað í húsnæði sem áður tilheyrði hinni gjaldþrota Woolworths matvöruverslun. „Þeim á eftir að fjölga enn frekar og það er ljóst að gjaldþrot Wollie hefur aðstoðað okkur við að vaxa sem raun ber vitni," segir Hussein Lalani. Umræddar Woolworths verslanir urðu gjaldþrota síðastliðinn vetur en þær voru að hluta í eigu Baugs. En það eru ekki allir sem njóta þess að gera reifarakaup. Eileen Ricks, 75 ára íbúi í Kent, rétt fyrir sunnan London segir að nóg sé komið af lágvöruverslunum. „Nú þegar höfum við búðirnar Allt á eitt pund og Wilkinson og því höfum við ekkert við nýja lágvöruverslun að gera," hefur Sky fréttaveitan eftir frú Eileen. „Það sem við þurfum í dag eru verslanir sem auka bjartsýni neytenda en ekki verslanir sem draga úr bjartsýni og jákvæðni, allir af minni kynslóð myndu taka undir orð mín," segir frúin. Yfir eitt þúsund manns hafa skráð sig í Facebook hóp í smábænum Cotswold í Englandi sem mótmælir opnun 99p Store í bænum. Það er því ljóst að ekki eru allir á eitt sáttir þegar kemur að opnun lágvöruverslana eins og 99p Store.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira