Ben Bernanke, seðlabankastjóri í Bandaríkjunum sagði í fulltrúadeild Bandaríkjaþings nú í kvöld að kreppan gæti tekið enda á þessu ári og að eftirlitsaðilar væru ekki á þeim skónum að þjóðnýta bankana.
Fréttirnar urðu til þess að róa fjárfesta og draga úr áhyggjum þeirrra af hagkerfinu og fjármálakerfinu og Dow Jones og Standard & Poor´s vísitölurnar hækkuðu báðar í kjölfarið.
Fjárfestar eru jafnframt vongóðir um að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, muni í kvöld veita nákvæmar upplýsingar um það hvernig hann hyggst koma stöðugleika á fjármálakerfið og örva hagkerfið.
