FIH bankinn fékk 45 milljarða lán í dag 30. júní 2009 15:56 FIH bankinn danski, sem nú er í eigu Íslands, fékk í dag lán frá dönskum stjórnvöldum upp á 1,9 milljarð danskra kr. eða um 45 milljarða kr. Um er að ræða lánveitingu úr svokölluðum bankpakke II. Í tilkynningu frá FIH um málið segir að fjárhagstaða bankans hafi styrkst ennfrekar með þessu láni sem gerir bankanum kleyft að auka við útlán sín. Þar að auki hefur lánveitingin í för með sér að eiginfjárstaða bankans fer í 12,3%. Fyrir lánveitinguna var eiginfjárstaða bankans rúm 10,7%. Í frétt um málið á börsen.dk segir að lánveitingin hafi ekki komið á óvart enda hafi FIH boðað hana við uppgjör sitt eftir fyrsta ársfjórðung ársins í maí s.l. Þá var raunar rætt um að bankinn myndi sækja um 1,7 milljarða danskra kr. Fram kom í uppgjörinu m.a. að ástæðan fyrir því að FIH sótti um lán í bankpakke II væri fjármálakreppan og sú óvissa sem hún hefði skapað um afskriftaþörf bankans í framtíðinni. Bankpakke II var samþykktur í danska þinginu s.l. vetur en honum er ætlað að koma til aðstoðar þeim dönsku bönkum sem hvað harðast hafa orðið úti í fjármálakreppunni. Samkvæmt "pakkanum" eiga þeir bankar sem fá lán úr honum möguleika á að breyta þeim í hlutfé í eigu danska ríksins síðar meir. Við þetta má bæta að báðir færeysku bankarnir sem skráðir eru í kauphöllina hérlendis hafa sótt um lán úr bankpakke II. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
FIH bankinn danski, sem nú er í eigu Íslands, fékk í dag lán frá dönskum stjórnvöldum upp á 1,9 milljarð danskra kr. eða um 45 milljarða kr. Um er að ræða lánveitingu úr svokölluðum bankpakke II. Í tilkynningu frá FIH um málið segir að fjárhagstaða bankans hafi styrkst ennfrekar með þessu láni sem gerir bankanum kleyft að auka við útlán sín. Þar að auki hefur lánveitingin í för með sér að eiginfjárstaða bankans fer í 12,3%. Fyrir lánveitinguna var eiginfjárstaða bankans rúm 10,7%. Í frétt um málið á börsen.dk segir að lánveitingin hafi ekki komið á óvart enda hafi FIH boðað hana við uppgjör sitt eftir fyrsta ársfjórðung ársins í maí s.l. Þá var raunar rætt um að bankinn myndi sækja um 1,7 milljarða danskra kr. Fram kom í uppgjörinu m.a. að ástæðan fyrir því að FIH sótti um lán í bankpakke II væri fjármálakreppan og sú óvissa sem hún hefði skapað um afskriftaþörf bankans í framtíðinni. Bankpakke II var samþykktur í danska þinginu s.l. vetur en honum er ætlað að koma til aðstoðar þeim dönsku bönkum sem hvað harðast hafa orðið úti í fjármálakreppunni. Samkvæmt "pakkanum" eiga þeir bankar sem fá lán úr honum möguleika á að breyta þeim í hlutfé í eigu danska ríksins síðar meir. Við þetta má bæta að báðir færeysku bankarnir sem skráðir eru í kauphöllina hérlendis hafa sótt um lán úr bankpakke II.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira