Seðlabanki Svíþjóðar refsar bönkum fyrir að lána ekki 2. júlí 2009 10:25 Seðlabanki Svíþjóðar (Riksbanken) ákvað í morgun að innlánsvextir sínir yrðu mínus 0,25%. Þannig ætlar hann að hvetja banka landsins til að veita meira af lánsfé út til almennings og atvinnulífs landsins og refsa þeim fyrir að geyma fé sitt inn á reikningum Riksbanken. Þetta var tilkynnt samhliða því að Riksbanken lækkaði stýrivexti sína úr 0,5% og í 0,25%. Riksbanken mun í framhaldinu veita lán til bankanna í Svíþjóð upp að 100 milljörðum sænskra kr. eða rúmlega 1.600 milljarða kr. á föstum vöxtum til 12 mánaða. Hvað varðar neikvæða innlánsvexti Riksbanken segir Roger Josefsson aðalhagfræðingur Danske Bank í Svíþjóð að þetta sé einstæð og glæsileg lausn hjá bankanum. Þetta kemur fram í viðtali við Josefsson á vefsíðunni di.se. „Skilaboðin frá Riksbanken eru skýr," segir Josefsson. „Hann vill ekki að bankarnir liggi inni með peninga hjá sér yfir nóttina. Peningarnir eiga að fara út í atvinnulífið...Slíkt ætti að leysa þann lausafjárskort sem nú er á markaðinum." Robert Bergquist aðalhagfræðingur SEB er sammála Josefsson og segir að um góða niðurstöðu sé að ræða. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Seðlabanki Svíþjóðar (Riksbanken) ákvað í morgun að innlánsvextir sínir yrðu mínus 0,25%. Þannig ætlar hann að hvetja banka landsins til að veita meira af lánsfé út til almennings og atvinnulífs landsins og refsa þeim fyrir að geyma fé sitt inn á reikningum Riksbanken. Þetta var tilkynnt samhliða því að Riksbanken lækkaði stýrivexti sína úr 0,5% og í 0,25%. Riksbanken mun í framhaldinu veita lán til bankanna í Svíþjóð upp að 100 milljörðum sænskra kr. eða rúmlega 1.600 milljarða kr. á föstum vöxtum til 12 mánaða. Hvað varðar neikvæða innlánsvexti Riksbanken segir Roger Josefsson aðalhagfræðingur Danske Bank í Svíþjóð að þetta sé einstæð og glæsileg lausn hjá bankanum. Þetta kemur fram í viðtali við Josefsson á vefsíðunni di.se. „Skilaboðin frá Riksbanken eru skýr," segir Josefsson. „Hann vill ekki að bankarnir liggi inni með peninga hjá sér yfir nóttina. Peningarnir eiga að fara út í atvinnulífið...Slíkt ætti að leysa þann lausafjárskort sem nú er á markaðinum." Robert Bergquist aðalhagfræðingur SEB er sammála Josefsson og segir að um góða niðurstöðu sé að ræða.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira