Danskir bankamenn aðstoða skuldsetta í sjálfboðavinnu 10. september 2009 10:17 Danskir bankamenn munu aðstoða skuldsetta Dani við að koma skikki á fjármál sín í sjálfboðavinnu og viðkomandi að kostnaðarlausu. Verkefni þetta fer af stað um miðjan þennan mánuð og munu 36 starfandi bankamenn standa að ráðgjöfinni í þremur borgum Danmerkur. Samkvæmt frétt um málið í Jyllands Posten er hugmyndin að þessari ráðgjöf vera upphaflega komin frá KFUM og Samtökum kristilegra stúdenda í Danmörku en verkefnið nýtur stuðings danska Fjármálaráðsins (Finansrådet) og Innanríkis- og félagsmálaráðuneytisins. Hugmyndin er að það fólk sem venjulega sækir sér ekki ráðgjöf um fjármál í bönkum geti komið inn af götunni og fengið slíka ráðgjöf sér að kostnaðarlausu. Fjármálaráðið mun samhæfa ráðningar bankamannanna að ráðgjöfinni en henni verður komið á fót á fjórum stöðum í Kaupmannahöfn, og einum í Óðinsvéum og Árósum til að byrja með. Fram kemur í fréttinni að danskir bankar hafi tekið vel í það að starfsmenn þeirra geti notað hluta af vinnutíma sínum til þessarar starfa. Og áhuginn er mikill meðal bankastarfsmanna því í fyrstu sóttu fleiri um að gerast sjálfboðaliðar en þörf var á. Þeir bankamenn sem vinna sem ráðgjafar gera það á eigin vegum og eru aldrei fulltrúar þess banka sem þeir vinna fyrir meðan á ráðgjöfinni stendur. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danskir bankamenn munu aðstoða skuldsetta Dani við að koma skikki á fjármál sín í sjálfboðavinnu og viðkomandi að kostnaðarlausu. Verkefni þetta fer af stað um miðjan þennan mánuð og munu 36 starfandi bankamenn standa að ráðgjöfinni í þremur borgum Danmerkur. Samkvæmt frétt um málið í Jyllands Posten er hugmyndin að þessari ráðgjöf vera upphaflega komin frá KFUM og Samtökum kristilegra stúdenda í Danmörku en verkefnið nýtur stuðings danska Fjármálaráðsins (Finansrådet) og Innanríkis- og félagsmálaráðuneytisins. Hugmyndin er að það fólk sem venjulega sækir sér ekki ráðgjöf um fjármál í bönkum geti komið inn af götunni og fengið slíka ráðgjöf sér að kostnaðarlausu. Fjármálaráðið mun samhæfa ráðningar bankamannanna að ráðgjöfinni en henni verður komið á fót á fjórum stöðum í Kaupmannahöfn, og einum í Óðinsvéum og Árósum til að byrja með. Fram kemur í fréttinni að danskir bankar hafi tekið vel í það að starfsmenn þeirra geti notað hluta af vinnutíma sínum til þessarar starfa. Og áhuginn er mikill meðal bankastarfsmanna því í fyrstu sóttu fleiri um að gerast sjálfboðaliðar en þörf var á. Þeir bankamenn sem vinna sem ráðgjafar gera það á eigin vegum og eru aldrei fulltrúar þess banka sem þeir vinna fyrir meðan á ráðgjöfinni stendur.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira