Antonio Valencia sá til þess að Manchester United er enn með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í b-riðli riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Manchester United vann 0-1 sigur gegn CSKA Moskva á gervigrasi í Moskvu en sigurmarkið kom á 86. mínútu.
Sigur United var engu að síður sanngjarn þar sem enska félagið var sterkari aðilinn.