Fyrirframgefnar hugmyndir 30. maí 2009 00:01 Ég er með nokkuð góða teiknimyndarödd – bjarta og hreina – sem myndi jafnvel henta Dolla dropa vel. Þegar ég hringi í fólk sem ég þekki ekki er ég oft spurð hvort ég sé nýfermd. Staðreyndin er hins vegar sú að ég er 32 ára. Ég hef því oft hugsað út frá sjónarhóli vinnunnar væri fínt að fá svona mannræningjaraddbreyti í tækið. Þessa dagana geng ég bara í hálfgerðum joggingbuxum. Á nokkrar svipaðar og lít út eins og fín arabísk frú á leið í matvörubúðina. Ég var spurð að því hvort ég væri svolítil Jasmín prinsessa í mér og hrifin af þessu mið-austurlenska. Staðreyndin er hins vegar sú að ég þarf að ganga í joggingbuxum þar til ég kemst í eitthvað annað. Er á feita tímabilinu í lífi mínu. Ég er netfíkill og hef spilað mörg þúsund leiki á internetinu, svokallaðan „Spades“ (einhvers konar últraamerísk útgáfa af Kana – spaði alltaf tromp). Ég hef líka stundað alla vefi sem hægt er að spjalla á í gegnum tíðina um allt og ekkert: Femin.is, málefnin.com og barnaland.is. Ég versla stundum á Barnalandi og keypti mér rúmteppi þar um daginn. Það gætir hneykslunar í tón þeirra sem ég segi þetta. Ég syndi víst í lágmenningunni að þeirra mati. Unnusti minn er næstum 100 kíló og er með ístru (sem ég kalla að vísu evrópska stinna fitu en ekki ameríska skvapkennda). Mér hefur stundum verið vorkennt og spurð hvort ég vildi ekki óska að hann myndi grenna sig. Staðreyndin er hins vegar sú að ég hef alltaf verið veik fyrir þéttum mönnum. Sólbrún vömb á fallegum sumardegi – með gullkeðju að hætti rússneskra auðjöfra í sumarfríi á Tenerife – er stórkostleg sýn fyrir mér. Karlmennskan holdi klædd. Einhverjir hafa fleygt því að það sé séríslenskt fyrirbæri að flokka fólk í kassa eftir lífsstíl, mataræði og smekk. Að staðalmyndir séu ríkar í svo litlum samfélögum sem Ísland er. Okkur þykir það þægilegra að þykjast vita hvar við höfum fólk og um hvað má tala. Kannski er það svo. Hverju eigum við svo sem að ganga út frá öðru en einhverjum leiðandi vörðum hér og þar í lífinu? Það er hins vegar stundum hollt að minna sig á að ekki er allt sem sýnist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Ég er með nokkuð góða teiknimyndarödd – bjarta og hreina – sem myndi jafnvel henta Dolla dropa vel. Þegar ég hringi í fólk sem ég þekki ekki er ég oft spurð hvort ég sé nýfermd. Staðreyndin er hins vegar sú að ég er 32 ára. Ég hef því oft hugsað út frá sjónarhóli vinnunnar væri fínt að fá svona mannræningjaraddbreyti í tækið. Þessa dagana geng ég bara í hálfgerðum joggingbuxum. Á nokkrar svipaðar og lít út eins og fín arabísk frú á leið í matvörubúðina. Ég var spurð að því hvort ég væri svolítil Jasmín prinsessa í mér og hrifin af þessu mið-austurlenska. Staðreyndin er hins vegar sú að ég þarf að ganga í joggingbuxum þar til ég kemst í eitthvað annað. Er á feita tímabilinu í lífi mínu. Ég er netfíkill og hef spilað mörg þúsund leiki á internetinu, svokallaðan „Spades“ (einhvers konar últraamerísk útgáfa af Kana – spaði alltaf tromp). Ég hef líka stundað alla vefi sem hægt er að spjalla á í gegnum tíðina um allt og ekkert: Femin.is, málefnin.com og barnaland.is. Ég versla stundum á Barnalandi og keypti mér rúmteppi þar um daginn. Það gætir hneykslunar í tón þeirra sem ég segi þetta. Ég syndi víst í lágmenningunni að þeirra mati. Unnusti minn er næstum 100 kíló og er með ístru (sem ég kalla að vísu evrópska stinna fitu en ekki ameríska skvapkennda). Mér hefur stundum verið vorkennt og spurð hvort ég vildi ekki óska að hann myndi grenna sig. Staðreyndin er hins vegar sú að ég hef alltaf verið veik fyrir þéttum mönnum. Sólbrún vömb á fallegum sumardegi – með gullkeðju að hætti rússneskra auðjöfra í sumarfríi á Tenerife – er stórkostleg sýn fyrir mér. Karlmennskan holdi klædd. Einhverjir hafa fleygt því að það sé séríslenskt fyrirbæri að flokka fólk í kassa eftir lífsstíl, mataræði og smekk. Að staðalmyndir séu ríkar í svo litlum samfélögum sem Ísland er. Okkur þykir það þægilegra að þykjast vita hvar við höfum fólk og um hvað má tala. Kannski er það svo. Hverju eigum við svo sem að ganga út frá öðru en einhverjum leiðandi vörðum hér og þar í lífinu? Það er hins vegar stundum hollt að minna sig á að ekki er allt sem sýnist.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun