Evrópubankinn kastar bjarghring til Svíþjóðar 11. júní 2009 09:18 Evrópubankinn (ECB) hefur ákveðið að lána Svíþjóð 3 miljarða evra, eða um 540 milljarða kr. Er þetta gert til að reyna að koma í veg fyrir að fjármálakreppan í Eystrasaltslöndunum verði enn verri en hún er þegar. Sænskir bankar hafa verið þeir umfangsmestu á lánamörkuðunum í Eystrasaltslöndunum, Lettlandi, Eistlandi og Litháen. Lánið sem Svíar fá frá ECB er ætlað til þess að aðstoða sænsku bankana við að standa af sér áfallið sem þeir hafa orðið fyrir eftir því sem fjármálakreppan hefur dýpkað í fyrrgreindum löndum að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni. Ástandið er sérstaklega slæmt í Lettlandi en landið rambar nú á barmi þjóðargjaldþrots. Sökum þessa hefur ECB veitt seðlabanka Lettlands sérstaka lánalínu, að vísu með veðum í evrueignum. Gengi latsins í Lettlandi hefur náð nokkrum stöðugleika í vikunni eftir að hafa verið í frjálsu falli um nokkurn tíma. Kom það í framhaldi af því að ríkisstjórn landsins tilkynnti um frekari sparnað í ríkisútgjöldunum upp á 500 milljón lats eða tæplega 130 milljarða kr. Vonast menn til að þetta dugi til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni brátt samþykkja aðstoð við landið upp á 1,4 milljarða evra eða rúmlega 250 milljarða kr. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Evrópubankinn (ECB) hefur ákveðið að lána Svíþjóð 3 miljarða evra, eða um 540 milljarða kr. Er þetta gert til að reyna að koma í veg fyrir að fjármálakreppan í Eystrasaltslöndunum verði enn verri en hún er þegar. Sænskir bankar hafa verið þeir umfangsmestu á lánamörkuðunum í Eystrasaltslöndunum, Lettlandi, Eistlandi og Litháen. Lánið sem Svíar fá frá ECB er ætlað til þess að aðstoða sænsku bankana við að standa af sér áfallið sem þeir hafa orðið fyrir eftir því sem fjármálakreppan hefur dýpkað í fyrrgreindum löndum að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni. Ástandið er sérstaklega slæmt í Lettlandi en landið rambar nú á barmi þjóðargjaldþrots. Sökum þessa hefur ECB veitt seðlabanka Lettlands sérstaka lánalínu, að vísu með veðum í evrueignum. Gengi latsins í Lettlandi hefur náð nokkrum stöðugleika í vikunni eftir að hafa verið í frjálsu falli um nokkurn tíma. Kom það í framhaldi af því að ríkisstjórn landsins tilkynnti um frekari sparnað í ríkisútgjöldunum upp á 500 milljón lats eða tæplega 130 milljarða kr. Vonast menn til að þetta dugi til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni brátt samþykkja aðstoð við landið upp á 1,4 milljarða evra eða rúmlega 250 milljarða kr.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira