Brawn bjartsýnn fyrir Mónakó 19. maí 2009 08:04 Formúlu 1 bílar þeysa um höfnina í Mónakó og listisnekkjur ríka fólksins fylla höfnina. Mynd: Getty Images Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins er bjartsýnn fyrir Mónakó kappaksturinn um næstu helgi. Lið hans leiðir meistarakeppni ökumanna og bílasmiða, en mótið í Mónakó er það sjötta á árinu. Brawn liðið hefur unnið 4 mót af 5 á árinu, en 17 mót fara fram. Bretinn Lewis Hamilton vann keppnina í Mónakó í fyrra í grenjandi rigningu. Keppnin á götum Mónakó er mjög vinsæl í sjónvarpi, þrátt fyrir að keppnin sé sú hægasta á árinu. Ákveðinn sjarmi hvílir yfir mótshaldinu og kvikmyndastjörnur mæta á svæðið frá kvikmyndahátiðinni í Cannes. "Mótið er mjög sérstakt og óútreiknanlegt og menn verða að halda vöku sinni. Það er lítið pláss til að athafna sig, hvort sem um ræðir þjónustusvæðin eða brautina sjálfa. Þetta er stressandi mót", sagði Brawn. "Það má engin mistök gera í akstri, hvort sem um ræðir æfingar, tímatöku eða keppni. Það gerir keppnina svo spennandi. Ég tel að bílar okkar muni virka vel í Mónakó, þar sem brautin er krókótt og bíllinn lætur vel af stjórn." "Bæði Jenson Button og Rubens Barrichello eru nákvæmir ökumenn og markmið beggja verður að reyna að ná sem fremstum stað á ráslínu. Það er lykill að góðum árangri í Mónakó", sagði Brawn. Sérstakur upphitunarþáttur verður fyrir Mónakó kappaksturinn á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld kl. 20.00 og sýnt verður frá æfingum strax að honum loknum. Sjá brautarlýsingu frá Mónalkó Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins er bjartsýnn fyrir Mónakó kappaksturinn um næstu helgi. Lið hans leiðir meistarakeppni ökumanna og bílasmiða, en mótið í Mónakó er það sjötta á árinu. Brawn liðið hefur unnið 4 mót af 5 á árinu, en 17 mót fara fram. Bretinn Lewis Hamilton vann keppnina í Mónakó í fyrra í grenjandi rigningu. Keppnin á götum Mónakó er mjög vinsæl í sjónvarpi, þrátt fyrir að keppnin sé sú hægasta á árinu. Ákveðinn sjarmi hvílir yfir mótshaldinu og kvikmyndastjörnur mæta á svæðið frá kvikmyndahátiðinni í Cannes. "Mótið er mjög sérstakt og óútreiknanlegt og menn verða að halda vöku sinni. Það er lítið pláss til að athafna sig, hvort sem um ræðir þjónustusvæðin eða brautina sjálfa. Þetta er stressandi mót", sagði Brawn. "Það má engin mistök gera í akstri, hvort sem um ræðir æfingar, tímatöku eða keppni. Það gerir keppnina svo spennandi. Ég tel að bílar okkar muni virka vel í Mónakó, þar sem brautin er krókótt og bíllinn lætur vel af stjórn." "Bæði Jenson Button og Rubens Barrichello eru nákvæmir ökumenn og markmið beggja verður að reyna að ná sem fremstum stað á ráslínu. Það er lykill að góðum árangri í Mónakó", sagði Brawn. Sérstakur upphitunarþáttur verður fyrir Mónakó kappaksturinn á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld kl. 20.00 og sýnt verður frá æfingum strax að honum loknum. Sjá brautarlýsingu frá Mónalkó
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira