Brawn bjartsýnn fyrir Mónakó 19. maí 2009 08:04 Formúlu 1 bílar þeysa um höfnina í Mónakó og listisnekkjur ríka fólksins fylla höfnina. Mynd: Getty Images Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins er bjartsýnn fyrir Mónakó kappaksturinn um næstu helgi. Lið hans leiðir meistarakeppni ökumanna og bílasmiða, en mótið í Mónakó er það sjötta á árinu. Brawn liðið hefur unnið 4 mót af 5 á árinu, en 17 mót fara fram. Bretinn Lewis Hamilton vann keppnina í Mónakó í fyrra í grenjandi rigningu. Keppnin á götum Mónakó er mjög vinsæl í sjónvarpi, þrátt fyrir að keppnin sé sú hægasta á árinu. Ákveðinn sjarmi hvílir yfir mótshaldinu og kvikmyndastjörnur mæta á svæðið frá kvikmyndahátiðinni í Cannes. "Mótið er mjög sérstakt og óútreiknanlegt og menn verða að halda vöku sinni. Það er lítið pláss til að athafna sig, hvort sem um ræðir þjónustusvæðin eða brautina sjálfa. Þetta er stressandi mót", sagði Brawn. "Það má engin mistök gera í akstri, hvort sem um ræðir æfingar, tímatöku eða keppni. Það gerir keppnina svo spennandi. Ég tel að bílar okkar muni virka vel í Mónakó, þar sem brautin er krókótt og bíllinn lætur vel af stjórn." "Bæði Jenson Button og Rubens Barrichello eru nákvæmir ökumenn og markmið beggja verður að reyna að ná sem fremstum stað á ráslínu. Það er lykill að góðum árangri í Mónakó", sagði Brawn. Sérstakur upphitunarþáttur verður fyrir Mónakó kappaksturinn á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld kl. 20.00 og sýnt verður frá æfingum strax að honum loknum. Sjá brautarlýsingu frá Mónalkó Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins er bjartsýnn fyrir Mónakó kappaksturinn um næstu helgi. Lið hans leiðir meistarakeppni ökumanna og bílasmiða, en mótið í Mónakó er það sjötta á árinu. Brawn liðið hefur unnið 4 mót af 5 á árinu, en 17 mót fara fram. Bretinn Lewis Hamilton vann keppnina í Mónakó í fyrra í grenjandi rigningu. Keppnin á götum Mónakó er mjög vinsæl í sjónvarpi, þrátt fyrir að keppnin sé sú hægasta á árinu. Ákveðinn sjarmi hvílir yfir mótshaldinu og kvikmyndastjörnur mæta á svæðið frá kvikmyndahátiðinni í Cannes. "Mótið er mjög sérstakt og óútreiknanlegt og menn verða að halda vöku sinni. Það er lítið pláss til að athafna sig, hvort sem um ræðir þjónustusvæðin eða brautina sjálfa. Þetta er stressandi mót", sagði Brawn. "Það má engin mistök gera í akstri, hvort sem um ræðir æfingar, tímatöku eða keppni. Það gerir keppnina svo spennandi. Ég tel að bílar okkar muni virka vel í Mónakó, þar sem brautin er krókótt og bíllinn lætur vel af stjórn." "Bæði Jenson Button og Rubens Barrichello eru nákvæmir ökumenn og markmið beggja verður að reyna að ná sem fremstum stað á ráslínu. Það er lykill að góðum árangri í Mónakó", sagði Brawn. Sérstakur upphitunarþáttur verður fyrir Mónakó kappaksturinn á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld kl. 20.00 og sýnt verður frá æfingum strax að honum loknum. Sjá brautarlýsingu frá Mónalkó
Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira