Smáfuglar vinna í Grundarfirði 4. mars 2009 06:00 kvikmyndir Stuttmynd Rúnars heldur áfram að sópa að sér verðlaunum. Um síðustu helgi fór fram í annað sinn kvikmynda- og menningarhátíðin Northern Wave í Grundarfirði. Um 200 manns sóttu hátíðina heim, bæði erlendir gestir sem og heimafólk og var öll gistiaðstaða í Grundarfirði fullbókuð um helgina en bærinn býr bæði að hóteli og farfuglaheimili. Hátíðin var opnuð með kokkteil í boði Grundarfjarðarbæjar. Sýningar hófust svo með erlendum stuttmyndum. Gjörningahópurinn The Weird girls tók upp myndband og heimildarmynd meðan á hátíðinni stóð og frumsýndu brot úr henni á laugardeginum en þá voru sýndar teiknimyndir og tónlistarmyndbönd. Á hátíðinni voru ekki aðeins sýndar stuttmyndir heldur voru einnig haldnir fernir tónleikar, með hljómsveitunum Dlx Atx, Sykur, Anonymous og ameríska harmonikkuleikaranum Matt Rock en á laugardagskvöld sáu Dj Kiki-OW og DJ MOKKI úr Weird girls um tónlistina. Á laugardeginum hélt franski leikstjórinn og gestadómari hátíðarinnar í ár, Bertrand Mandico, fyrirlestur fyrir fullu húsi og sýndi brot úr myndum sínum. Á sunnudeginum voru svo sýndir tveir klukkutímar af íslenskum stuttmyndum. Hátíðin var haldin í samkomuhúsi Grundarfjarðar en hápunktur hátíðarinnar var á sunnudaginn þegar verðlaunin voru kynnt. Fyrstu verðlaun að upphæð 100.000 krónur voru veitt stuttmyndinni Smáfuglum eftir Rúnar Rúnarsson. Önnur verðlaun að upphæð 70.000 krónur fékk pólska klippimyndin The Wedding eða Giftingin eftir Maciek Salomon sem var viðstaddur hátíðina ásamt vini sínum Maciek Szupica sem vann verðlaun á hátíðinni í fyrra fyrir besta tónlistarmyndbandið. Sérstaka viðurkenningu fékk svo myndin Harmsaga eftir Valdimar Jóhannsson. Fyrstu verðlaun í flokki tónlistarmyndbanda fékk myndbandið Hair eftir Milos Tomic frá Tékklandi. Verðlaunin voru styrkt af tveimur stærstu fyrirtækjum Grundarfjarðar, Guðmundi Runólfssyni hf. og Soffaníasi Cecilssyni hf. Hátíðin hefur nú fengið styrk frá Menningarsjóði Vesturlands fyrir næsta ár svo allt bendir nú til þess að Northern Wave festi sig í sessi árlega á þessum fyrstu vetrarmánuðum í Grundarfirði. - pbb Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Um síðustu helgi fór fram í annað sinn kvikmynda- og menningarhátíðin Northern Wave í Grundarfirði. Um 200 manns sóttu hátíðina heim, bæði erlendir gestir sem og heimafólk og var öll gistiaðstaða í Grundarfirði fullbókuð um helgina en bærinn býr bæði að hóteli og farfuglaheimili. Hátíðin var opnuð með kokkteil í boði Grundarfjarðarbæjar. Sýningar hófust svo með erlendum stuttmyndum. Gjörningahópurinn The Weird girls tók upp myndband og heimildarmynd meðan á hátíðinni stóð og frumsýndu brot úr henni á laugardeginum en þá voru sýndar teiknimyndir og tónlistarmyndbönd. Á hátíðinni voru ekki aðeins sýndar stuttmyndir heldur voru einnig haldnir fernir tónleikar, með hljómsveitunum Dlx Atx, Sykur, Anonymous og ameríska harmonikkuleikaranum Matt Rock en á laugardagskvöld sáu Dj Kiki-OW og DJ MOKKI úr Weird girls um tónlistina. Á laugardeginum hélt franski leikstjórinn og gestadómari hátíðarinnar í ár, Bertrand Mandico, fyrirlestur fyrir fullu húsi og sýndi brot úr myndum sínum. Á sunnudeginum voru svo sýndir tveir klukkutímar af íslenskum stuttmyndum. Hátíðin var haldin í samkomuhúsi Grundarfjarðar en hápunktur hátíðarinnar var á sunnudaginn þegar verðlaunin voru kynnt. Fyrstu verðlaun að upphæð 100.000 krónur voru veitt stuttmyndinni Smáfuglum eftir Rúnar Rúnarsson. Önnur verðlaun að upphæð 70.000 krónur fékk pólska klippimyndin The Wedding eða Giftingin eftir Maciek Salomon sem var viðstaddur hátíðina ásamt vini sínum Maciek Szupica sem vann verðlaun á hátíðinni í fyrra fyrir besta tónlistarmyndbandið. Sérstaka viðurkenningu fékk svo myndin Harmsaga eftir Valdimar Jóhannsson. Fyrstu verðlaun í flokki tónlistarmyndbanda fékk myndbandið Hair eftir Milos Tomic frá Tékklandi. Verðlaunin voru styrkt af tveimur stærstu fyrirtækjum Grundarfjarðar, Guðmundi Runólfssyni hf. og Soffaníasi Cecilssyni hf. Hátíðin hefur nú fengið styrk frá Menningarsjóði Vesturlands fyrir næsta ár svo allt bendir nú til þess að Northern Wave festi sig í sessi árlega á þessum fyrstu vetrarmánuðum í Grundarfirði. - pbb
Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira