Umfjöllun: Grindvíkingar gjörsigraðir á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. október 2009 21:54 Amani Bin Daanish náði sér ekki á strik í kvöld. Njarðvík vann í kvöld góðan sjö stiga sigur á Grindavík á útivelli, 74-67, í Iceland Express-deild karla í kvöld. Grindavík var með frumkvæðið í fyrri hálfleik en leikur liðsins hrundi algerlega í síðari hálfleik. Njarðvíkingar léku þá mjög sterkan varnarleik sem Grindvíkingar réðu ekkert við. Lykilleikmenn Grindavíkur voru langt frá sínu besta í kvöld en sérstaklega var það sóknarleikurinn sem brást þeim gulklæddu í kvöld. Heimamenn voru greinilega búnir að hrista af sér slenið frá því í leiknum gegn Fjölni þegar þriggja stiga skotnýtingin var með eindæmum léleg. Grindvíkingar settu niður þrjá þrista á upphafsmínútunum og náðu þar með frumkvæðinu í leiknum. Njarðvíkingar voru þó aldrei langt undan og var munurinn sex stig þegar fyrsta leikhluta lauk, 20-14. Þessi fína skotnýting átti þó ekki eftir að endast. Njarðvíkingar mættu grimmir til leiks í öðrum leikhluta og náðu forystunni eftir fjögurra stiga kerfi hjá Magnúsi Gunnarssyni. Grindvíkingar voru þó grimmir í sóknarfráköstunum en það virtist einfaldlega ekki borga sig þar sem skotnýtingin var ekki góð á þessum kafla. Páll Axel Vilbergsson hafði ekkert hitt en þegar hann setti niður sinn fyrsta þrist á sautjándu mínútu leiksins náðu Grindvíkingar aftur undirtökunum í leiknum. Hann bætti svo um betur og setti niður átta stig á síðustu mínútum hálfleiksins. Staðan þá var 38-34, heimamönnum í vil. Leikurinn gjörbreyttist í þriðja leikhluta. Njarðvíkingar voru afar fastir fyrir í sínum varnarleik en þegar Grindvíkingar komust í skot virtist ekkert fara niður. Gestirnir breyttu stöðunni úr 43-42 í 43-58, sér í vil, með 16-0 spretti. Hver þristurinn af öðrum datt niður hjá þeim grænklæddu sem léku á als oddi, bæði í vörn og sókn. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn aftur áður en leiktíminn rann út en það var bara of lítið og of seint. Ómar Örn Sævarsson var eini maðurinn með rænu í Grindavíkurliðinu í seinni hálfleik en hann gat ekki klárað dæmið einn síns liðs fyrir heimamenn. Njarðvíkingar gerðu endanlega út um leikinn þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka og Grindavík fékk dæmda á sig tæknivillu fyrir mótmæli. Njarðvík jók þá muninn í tólf stig sem reyndist of stórt bil til að brúa á tveimur mínútum. Varnarleikurinn var í fyrirrúmi hjá báðum liðum í kvöld en munaði mestu um að sóknarleikur Grindvíkinga var í algerum molum, sérstklega í síðari hálfleik. Bandaríkjamaðurinn Amani Bin Daanish komst ekki á blað fyrr en í síðasta leikhlutanum og Páll Axel Vilbergsson skoraði aðeins þrjú stig ef frá eru talin stigin átta sem hann skoraði á stuttum leikkafla undir lok fyrri hálfleiks. Magnús Þór Gunnarsson, Friðrik Stefánsson og Jóhann Árni Ólafsson voru mjög drjúgir í liði Njarðvíkur og þeir ásamt öflugum varnarleik sáu til þess að Njarðvík er enn taplaust á leiktíðinni. Stig Grindavíkur: Þorleifur Ólafsson 15, Brenton Birmingham 13, Páll Axel Vilbergsson 11, Arnar Freyr Jónsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6 (9 fráköst), Amani Bin Daanish 5, Björn Steinar Brynjólfsson 4, Ólafur Ólafsson 3, Guðlaugur Eyjólfsson 2. Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 21, Jóhann Árni Ólafsson 16, Friðrik Stefánsson 18 (15 fráköst), Rúnar Ingi Erlingsson 6, Kristján Rúnar Sigurðsson 5, Guðmundur Jónsson 4, Páll Kristinsson 2 (9 fráköst), Hjörtur Hrafn Einarsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Njarðvík vann í kvöld góðan sjö stiga sigur á Grindavík á útivelli, 74-67, í Iceland Express-deild karla í kvöld. Grindavík var með frumkvæðið í fyrri hálfleik en leikur liðsins hrundi algerlega í síðari hálfleik. Njarðvíkingar léku þá mjög sterkan varnarleik sem Grindvíkingar réðu ekkert við. Lykilleikmenn Grindavíkur voru langt frá sínu besta í kvöld en sérstaklega var það sóknarleikurinn sem brást þeim gulklæddu í kvöld. Heimamenn voru greinilega búnir að hrista af sér slenið frá því í leiknum gegn Fjölni þegar þriggja stiga skotnýtingin var með eindæmum léleg. Grindvíkingar settu niður þrjá þrista á upphafsmínútunum og náðu þar með frumkvæðinu í leiknum. Njarðvíkingar voru þó aldrei langt undan og var munurinn sex stig þegar fyrsta leikhluta lauk, 20-14. Þessi fína skotnýting átti þó ekki eftir að endast. Njarðvíkingar mættu grimmir til leiks í öðrum leikhluta og náðu forystunni eftir fjögurra stiga kerfi hjá Magnúsi Gunnarssyni. Grindvíkingar voru þó grimmir í sóknarfráköstunum en það virtist einfaldlega ekki borga sig þar sem skotnýtingin var ekki góð á þessum kafla. Páll Axel Vilbergsson hafði ekkert hitt en þegar hann setti niður sinn fyrsta þrist á sautjándu mínútu leiksins náðu Grindvíkingar aftur undirtökunum í leiknum. Hann bætti svo um betur og setti niður átta stig á síðustu mínútum hálfleiksins. Staðan þá var 38-34, heimamönnum í vil. Leikurinn gjörbreyttist í þriðja leikhluta. Njarðvíkingar voru afar fastir fyrir í sínum varnarleik en þegar Grindvíkingar komust í skot virtist ekkert fara niður. Gestirnir breyttu stöðunni úr 43-42 í 43-58, sér í vil, með 16-0 spretti. Hver þristurinn af öðrum datt niður hjá þeim grænklæddu sem léku á als oddi, bæði í vörn og sókn. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn aftur áður en leiktíminn rann út en það var bara of lítið og of seint. Ómar Örn Sævarsson var eini maðurinn með rænu í Grindavíkurliðinu í seinni hálfleik en hann gat ekki klárað dæmið einn síns liðs fyrir heimamenn. Njarðvíkingar gerðu endanlega út um leikinn þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka og Grindavík fékk dæmda á sig tæknivillu fyrir mótmæli. Njarðvík jók þá muninn í tólf stig sem reyndist of stórt bil til að brúa á tveimur mínútum. Varnarleikurinn var í fyrirrúmi hjá báðum liðum í kvöld en munaði mestu um að sóknarleikur Grindvíkinga var í algerum molum, sérstklega í síðari hálfleik. Bandaríkjamaðurinn Amani Bin Daanish komst ekki á blað fyrr en í síðasta leikhlutanum og Páll Axel Vilbergsson skoraði aðeins þrjú stig ef frá eru talin stigin átta sem hann skoraði á stuttum leikkafla undir lok fyrri hálfleiks. Magnús Þór Gunnarsson, Friðrik Stefánsson og Jóhann Árni Ólafsson voru mjög drjúgir í liði Njarðvíkur og þeir ásamt öflugum varnarleik sáu til þess að Njarðvík er enn taplaust á leiktíðinni. Stig Grindavíkur: Þorleifur Ólafsson 15, Brenton Birmingham 13, Páll Axel Vilbergsson 11, Arnar Freyr Jónsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6 (9 fráköst), Amani Bin Daanish 5, Björn Steinar Brynjólfsson 4, Ólafur Ólafsson 3, Guðlaugur Eyjólfsson 2. Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 21, Jóhann Árni Ólafsson 16, Friðrik Stefánsson 18 (15 fráköst), Rúnar Ingi Erlingsson 6, Kristján Rúnar Sigurðsson 5, Guðmundur Jónsson 4, Páll Kristinsson 2 (9 fráköst), Hjörtur Hrafn Einarsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn