Lewis Hamilton dæmdur úr leik 2. apríl 2009 09:11 Lewis Hamilton var dæmdur fyrir að veita dómurum í Ástralíu villandi upplýsingar eftir atvik í Melbourne um síðustu helgi. Mynd: AFP Öll stig Lewis Hamilton úr fyrsta móti ársins hafa verið afskrifuð eftir að dómarar komust að því að hann og McLaren liðið gáfu villandi upplýsingar varðandi atvik í mótinu í Melbourne. Málið varðar atvik sem varð í lok mótsins þegar öryggisbíllinn kom út á brautinal. Þá fór Jarno Trulli óvart útaf brautinni og missti Lewis Hamilton framúr sér. Trulli tók sér síðan aftur fyrri stöðu, eftir að Hamilton hafði hægt á sér, vísvitandi að því virðist. Ef marka má úrskurð dómara, sem fengu ný gögn í hendurnar um málið, m.a. talsamband McLaren liðsins í mótinu. Málið þótti svo alvarlegt að Ólafur Guðmundsson sem var dómari á mótinu í Melbourne þurfti að fljúga frá Ástralíu til Malasíu, til að taka á málinu á ný. En næsta keppni er í Malasíu um helgina. Dómarar mótsins dæmdu McLaren brotlegt og tapar Hamilton því þriðja sætinu og öllum stigum og Trulli endurheimtir þriðja sætið í mótinu. Áður hafði Toyota íhugað áfrýjun en taldi það ekki svar kostnaði. FIA tók málið upp á sitt einsdæmi og niðurstaðan er sú að Hamilton er stigalaus. Ítarlega verður fjallað um málið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 21.00 í kvöld. Verður meðal annars rætt við Ólaf um málið. Sjá nánar um málið Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Öll stig Lewis Hamilton úr fyrsta móti ársins hafa verið afskrifuð eftir að dómarar komust að því að hann og McLaren liðið gáfu villandi upplýsingar varðandi atvik í mótinu í Melbourne. Málið varðar atvik sem varð í lok mótsins þegar öryggisbíllinn kom út á brautinal. Þá fór Jarno Trulli óvart útaf brautinni og missti Lewis Hamilton framúr sér. Trulli tók sér síðan aftur fyrri stöðu, eftir að Hamilton hafði hægt á sér, vísvitandi að því virðist. Ef marka má úrskurð dómara, sem fengu ný gögn í hendurnar um málið, m.a. talsamband McLaren liðsins í mótinu. Málið þótti svo alvarlegt að Ólafur Guðmundsson sem var dómari á mótinu í Melbourne þurfti að fljúga frá Ástralíu til Malasíu, til að taka á málinu á ný. En næsta keppni er í Malasíu um helgina. Dómarar mótsins dæmdu McLaren brotlegt og tapar Hamilton því þriðja sætinu og öllum stigum og Trulli endurheimtir þriðja sætið í mótinu. Áður hafði Toyota íhugað áfrýjun en taldi það ekki svar kostnaði. FIA tók málið upp á sitt einsdæmi og niðurstaðan er sú að Hamilton er stigalaus. Ítarlega verður fjallað um málið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 21.00 í kvöld. Verður meðal annars rætt við Ólaf um málið. Sjá nánar um málið
Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira