Lewis Hamilton dæmdur úr leik 2. apríl 2009 09:11 Lewis Hamilton var dæmdur fyrir að veita dómurum í Ástralíu villandi upplýsingar eftir atvik í Melbourne um síðustu helgi. Mynd: AFP Öll stig Lewis Hamilton úr fyrsta móti ársins hafa verið afskrifuð eftir að dómarar komust að því að hann og McLaren liðið gáfu villandi upplýsingar varðandi atvik í mótinu í Melbourne. Málið varðar atvik sem varð í lok mótsins þegar öryggisbíllinn kom út á brautinal. Þá fór Jarno Trulli óvart útaf brautinni og missti Lewis Hamilton framúr sér. Trulli tók sér síðan aftur fyrri stöðu, eftir að Hamilton hafði hægt á sér, vísvitandi að því virðist. Ef marka má úrskurð dómara, sem fengu ný gögn í hendurnar um málið, m.a. talsamband McLaren liðsins í mótinu. Málið þótti svo alvarlegt að Ólafur Guðmundsson sem var dómari á mótinu í Melbourne þurfti að fljúga frá Ástralíu til Malasíu, til að taka á málinu á ný. En næsta keppni er í Malasíu um helgina. Dómarar mótsins dæmdu McLaren brotlegt og tapar Hamilton því þriðja sætinu og öllum stigum og Trulli endurheimtir þriðja sætið í mótinu. Áður hafði Toyota íhugað áfrýjun en taldi það ekki svar kostnaði. FIA tók málið upp á sitt einsdæmi og niðurstaðan er sú að Hamilton er stigalaus. Ítarlega verður fjallað um málið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 21.00 í kvöld. Verður meðal annars rætt við Ólaf um málið. Sjá nánar um málið Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Öll stig Lewis Hamilton úr fyrsta móti ársins hafa verið afskrifuð eftir að dómarar komust að því að hann og McLaren liðið gáfu villandi upplýsingar varðandi atvik í mótinu í Melbourne. Málið varðar atvik sem varð í lok mótsins þegar öryggisbíllinn kom út á brautinal. Þá fór Jarno Trulli óvart útaf brautinni og missti Lewis Hamilton framúr sér. Trulli tók sér síðan aftur fyrri stöðu, eftir að Hamilton hafði hægt á sér, vísvitandi að því virðist. Ef marka má úrskurð dómara, sem fengu ný gögn í hendurnar um málið, m.a. talsamband McLaren liðsins í mótinu. Málið þótti svo alvarlegt að Ólafur Guðmundsson sem var dómari á mótinu í Melbourne þurfti að fljúga frá Ástralíu til Malasíu, til að taka á málinu á ný. En næsta keppni er í Malasíu um helgina. Dómarar mótsins dæmdu McLaren brotlegt og tapar Hamilton því þriðja sætinu og öllum stigum og Trulli endurheimtir þriðja sætið í mótinu. Áður hafði Toyota íhugað áfrýjun en taldi það ekki svar kostnaði. FIA tók málið upp á sitt einsdæmi og niðurstaðan er sú að Hamilton er stigalaus. Ítarlega verður fjallað um málið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 21.00 í kvöld. Verður meðal annars rætt við Ólaf um málið. Sjá nánar um málið
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira