Svartfellingurinn ungi Stevan Jovetic hjá Fiorentina stal senunni í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöld þegar hann skoraði bæði mörk liðs síns í 2-0 sigri gegn Liverpool í Flórens.
Hinn 19 ára gamli Jovetic hefur strax verið orðaður við félagaskipti frá Fiorentina en leikmaðurinn er ekkert að tapa sér í gleðinni og vildi glaður geta skapað sér nafn hjá Fiorentina í framtíðinni.
„Ég er mjög ánægður hjá Fiorentina og vonandi get ég fetað í fótspor goðsagnarinnar Roberto Baggio hjá félaginu," segir Jovetic í viðtali við Corriere dello Sport.