Breska hagkerfið stendur verst allra þróaðra hagkerfa 28. janúar 2009 18:47 Gordon Brown Breska hagkerfið stendur verst allra þróaðra hagkerfa að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ísland er ekki í hópnum, enda telst landið nýmarkaður. Samkvæmt skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá í dag verður hagvöxtur á heimsvísu í ár aðeins hálft prósent og hefur ekki verið lægri síðan í Seinni heimsstyrjöldinni. Í október spáði sjóðurinn því að hann yrði tvö komma tvö prósent. Síðan hefur sigið á ógæfu hliðina. Það er mat sjóðsins að hjól efnahagslífsins svo gott sem stöðvist í ár. Marka þurfi nýja stefnu og veita fé í þær fjármálastofnanir sem teljist lífvænlegar. Sjóðurinn spáir því að samdrátturinn verði tvö komma átta prósent í Bretlandi sem er mesti samdrátturinn í ár hjá þróuðum hagkerfum en Ísland telst þar ekki með enda nýmarkaðsríki samkvæmt skilgreiningum sjóðsins. Samkvæmt niðurstöðu Institute of Fiscal Studies þurfa Bretar að grípa til niðurskurðar og skattahækkana til að mæta mikilli skuldasöfnun hins opinbera. Hjá foreignpolicy punktur com er Bretland sagt eitt fimm ríkja sem geti hlotið íslensk örlög eða nær algjört efnahagshrun Grikklandi, Lettlandi, Nikaragúa og Úkraínu. Atvinnuleysi verði átta prósent og tuttugu prósent Breta telji sig ekki ráða við skuldir sínar. Samdrátturinn á evrusvæðinu verður tvö prósent að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og eitt komma sex prósent í Bandaríkjunum. Samdráttur verði einnig nokkur á nýmörkuðum og hjá þróunarríkjum. Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska hagkerfið stendur verst allra þróaðra hagkerfa að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ísland er ekki í hópnum, enda telst landið nýmarkaður. Samkvæmt skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá í dag verður hagvöxtur á heimsvísu í ár aðeins hálft prósent og hefur ekki verið lægri síðan í Seinni heimsstyrjöldinni. Í október spáði sjóðurinn því að hann yrði tvö komma tvö prósent. Síðan hefur sigið á ógæfu hliðina. Það er mat sjóðsins að hjól efnahagslífsins svo gott sem stöðvist í ár. Marka þurfi nýja stefnu og veita fé í þær fjármálastofnanir sem teljist lífvænlegar. Sjóðurinn spáir því að samdrátturinn verði tvö komma átta prósent í Bretlandi sem er mesti samdrátturinn í ár hjá þróuðum hagkerfum en Ísland telst þar ekki með enda nýmarkaðsríki samkvæmt skilgreiningum sjóðsins. Samkvæmt niðurstöðu Institute of Fiscal Studies þurfa Bretar að grípa til niðurskurðar og skattahækkana til að mæta mikilli skuldasöfnun hins opinbera. Hjá foreignpolicy punktur com er Bretland sagt eitt fimm ríkja sem geti hlotið íslensk örlög eða nær algjört efnahagshrun Grikklandi, Lettlandi, Nikaragúa og Úkraínu. Atvinnuleysi verði átta prósent og tuttugu prósent Breta telji sig ekki ráða við skuldir sínar. Samdrátturinn á evrusvæðinu verður tvö prósent að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og eitt komma sex prósent í Bandaríkjunum. Samdráttur verði einnig nokkur á nýmörkuðum og hjá þróunarríkjum.
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira