Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Gunnar Örn Jónsson skrifar 13. ágúst 2009 10:57 Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðisins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. Samdrátturinn á fyrsta ársfjórðungi var sá mesti frá upphafi mælinga á evrusvæðinu en slíkar mælingar hófust árið 1995. Hagfræðingar höfðu gert ráð fyrir 0,5 prósenta samdrætti á evrusvæðinu á öðrum ársfjórðungi en niðurstaðan varð 0,1 prósenta samdráttur sem áður segir. Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu í dag. Gengi hlutabréfa og evrunnar hefur styrkst umtalsvert í dag eftir að hagvaxtartölurnar voru birtar og vonast sérfræðingar til þess að mesta kreppan sé yfirstaðin. Eftirspurn eftir evrópskum vörum er að aukast og björgunaraðgerðir evrópskra stjórnvalda ásamt mjög lágum vöxtum aðstoða verulega við endurreisn efnahagslífsins í Evrópu. Þrátt fyrir þessar jákvæðu fréttir er talið að aukið atvinnuleysi í álfunni muni draga úr neyslu almennings. „Það eru ansi góðar líkur á því að hagkerfi evrusvæðisins hafi nú náð lágmarki og það komi til með að verða hagvöxtur á næsta ársfjórðungi þar sem mörg önnur lönd munu fylgja Þjóðverjum og Frökkum út úr kreppunni," segir yfirhagfræðingur hjá ING Bank í Amsterdam. Hann telur þó að viðsnúningurinn gæti hugsanlega dregist á langinn. Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðisins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. Samdrátturinn á fyrsta ársfjórðungi var sá mesti frá upphafi mælinga á evrusvæðinu en slíkar mælingar hófust árið 1995. Hagfræðingar höfðu gert ráð fyrir 0,5 prósenta samdrætti á evrusvæðinu á öðrum ársfjórðungi en niðurstaðan varð 0,1 prósenta samdráttur sem áður segir. Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu í dag. Gengi hlutabréfa og evrunnar hefur styrkst umtalsvert í dag eftir að hagvaxtartölurnar voru birtar og vonast sérfræðingar til þess að mesta kreppan sé yfirstaðin. Eftirspurn eftir evrópskum vörum er að aukast og björgunaraðgerðir evrópskra stjórnvalda ásamt mjög lágum vöxtum aðstoða verulega við endurreisn efnahagslífsins í Evrópu. Þrátt fyrir þessar jákvæðu fréttir er talið að aukið atvinnuleysi í álfunni muni draga úr neyslu almennings. „Það eru ansi góðar líkur á því að hagkerfi evrusvæðisins hafi nú náð lágmarki og það komi til með að verða hagvöxtur á næsta ársfjórðungi þar sem mörg önnur lönd munu fylgja Þjóðverjum og Frökkum út úr kreppunni," segir yfirhagfræðingur hjá ING Bank í Amsterdam. Hann telur þó að viðsnúningurinn gæti hugsanlega dregist á langinn.
Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira