Óskiljanlegt að verja lögbrot 5. ágúst 2009 03:15 Bjarni Benediktsson Spyr hvernig á því standi að enginn velti fyrir sér hver beri ábyrgð á því að lánabók Kaupþings var lekið.fréttablaðið/anton Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að fara þurfi yfir þær reglur sem gilda um aðgang að upplýsingum sem tengjast bankahruninu, í ljósi frétta síðustu daga af lánamálum Kaupþings. Í þeim efnum hafi stjórnvöld brugðist algjörlega. Hann gagnrýnir einnig viðbrögð ráðamanna við fréttum helgarinnar. „Mér finnst hafa fallið ótrúlega óábyrg orð í tengslum við það að þessi lánabók hefur verið gerð opinber," segir Bjarni, sem telur menn hafa farið fram úr sér. „Það má ekki missa sjónar á því að það er alvarlegt að lánabók Kaupþings hafi verið birt. Það getur aldrei verið ásættan-legt að menn brjóti lög og mér finnst óskiljanlegt með öllu að menn séu að bera í bætifláka fyrir það þegar slíkt gerist." Bjarni segist skilja vel að þarna séu á ferðinni mikilvægar upplýsingar sem geti átt erindi inn í umræðuna. „En við viljum ekki að hérna verði hlutirnir bara eins og í villta vestrinu þar sem er í lagi að fara á svig við lög og reglur." Þá bendir Bjarni á að þegar sé að störfum rannsóknarnefnd sem hefur rannsóknarheimildir langt umfram það sem annars þekkist. Um lögbannið sem Kaupþing fór fram á, og sætt hefur mikilli gagnrýni, segist Bjarni skilja að mönnum þyki það umhugsunarvert, enda hafi það ef til vill ekki þjónað miklum tilgangi eftir að gögnin voru komin fram. - sh Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að fara þurfi yfir þær reglur sem gilda um aðgang að upplýsingum sem tengjast bankahruninu, í ljósi frétta síðustu daga af lánamálum Kaupþings. Í þeim efnum hafi stjórnvöld brugðist algjörlega. Hann gagnrýnir einnig viðbrögð ráðamanna við fréttum helgarinnar. „Mér finnst hafa fallið ótrúlega óábyrg orð í tengslum við það að þessi lánabók hefur verið gerð opinber," segir Bjarni, sem telur menn hafa farið fram úr sér. „Það má ekki missa sjónar á því að það er alvarlegt að lánabók Kaupþings hafi verið birt. Það getur aldrei verið ásættan-legt að menn brjóti lög og mér finnst óskiljanlegt með öllu að menn séu að bera í bætifláka fyrir það þegar slíkt gerist." Bjarni segist skilja vel að þarna séu á ferðinni mikilvægar upplýsingar sem geti átt erindi inn í umræðuna. „En við viljum ekki að hérna verði hlutirnir bara eins og í villta vestrinu þar sem er í lagi að fara á svig við lög og reglur." Þá bendir Bjarni á að þegar sé að störfum rannsóknarnefnd sem hefur rannsóknarheimildir langt umfram það sem annars þekkist. Um lögbannið sem Kaupþing fór fram á, og sætt hefur mikilli gagnrýni, segist Bjarni skilja að mönnum þyki það umhugsunarvert, enda hafi það ef til vill ekki þjónað miklum tilgangi eftir að gögnin voru komin fram. - sh
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira