Níu þingmenn eiga að vinna úr rannsóknarskýrslunni 30. desember 2009 06:00 Alþingi mun í dag kjósa níu þingmenn í nefnd til að gera tillögur um til hvaða aðgerða Alþingi eigi að grípa í framhaldi af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.fréttablaðið/Pjetur Alþingi kýs í dag nefnd níu þingmanna til að gera tillögur um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þessari nefnd er meðal annars ætlað að taka afstöðu til þess hvort tilefni sé til að höfða mál gegn ráðherrum fyrir Landsdómi fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda bankahrunsins. Þingmannanefndin mun fá skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis til meðferðar í janúarlok. Hún hefur síðan tíma til septemberloka 2010 til að gera tillögur um viðbrögð Alþingis. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki meirihluta í þingmannanefndinni eins og í öðrum nefndum Alþingis því stjórnarandstaðan mun þar skipa fimm af nefndarmönnunum níu. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og VG munu hver eiga tvo fulltrúa en níundi nefndarmaðurinn kemur úr þingflokki Hreyfingarinnar. Síðdegis í gær höfðu allir þingflokkar nema sjálfstæðismenn tilnefnt sína fulltrúa. Nöfn væntanlegra nefndarmanna eru birt hér til hliðar. Með lögunum, sem Alþingi setti í gær, var ákveðið að kosning þingmannanefndarinnar skuli rjúfa fyrningu hugsanlegra brota á lögum um ráðherraábyrgð á sama hátt og ef þingið hefði kosið sérstaka rannsóknarnefnd til að fjalla um embættisbrot ráðherra. Brot á lögum um ráðherraábyrgð fyrnast almennt á þremur árum. Lögunum frá í gær er ætlað að lengja þann frest um allt að eitt ári. Þingmenn Hreyfingarinnar sátu hjá en þingmenn úr öðrum flokkum stóðu að afgreiðslu málsins í gær. Breytingartillögur Þórs Saari, fyrir hönd Hreyfingarinnar, um að nefnd fimm valinkunnra einstaklinga utan þings yrði falið að fjalla um mál sem snerta þingmenn, ráðherra og fjölskyldur þeirra, vöktu hörð viðbrögð. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingu, Þuríður Backman, VG, og Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, lögðust á eitt um að mótmæla málflutningi Þórs. Siv sagði tillögur hans sýndarmennsku. Óþolandi væri að sitja undir því hvernig Þór Saari talaði niður til þingmanna og „sýndi Alþingi puttann“. peturg@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Sjá meira
Alþingi kýs í dag nefnd níu þingmanna til að gera tillögur um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þessari nefnd er meðal annars ætlað að taka afstöðu til þess hvort tilefni sé til að höfða mál gegn ráðherrum fyrir Landsdómi fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda bankahrunsins. Þingmannanefndin mun fá skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis til meðferðar í janúarlok. Hún hefur síðan tíma til septemberloka 2010 til að gera tillögur um viðbrögð Alþingis. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki meirihluta í þingmannanefndinni eins og í öðrum nefndum Alþingis því stjórnarandstaðan mun þar skipa fimm af nefndarmönnunum níu. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og VG munu hver eiga tvo fulltrúa en níundi nefndarmaðurinn kemur úr þingflokki Hreyfingarinnar. Síðdegis í gær höfðu allir þingflokkar nema sjálfstæðismenn tilnefnt sína fulltrúa. Nöfn væntanlegra nefndarmanna eru birt hér til hliðar. Með lögunum, sem Alþingi setti í gær, var ákveðið að kosning þingmannanefndarinnar skuli rjúfa fyrningu hugsanlegra brota á lögum um ráðherraábyrgð á sama hátt og ef þingið hefði kosið sérstaka rannsóknarnefnd til að fjalla um embættisbrot ráðherra. Brot á lögum um ráðherraábyrgð fyrnast almennt á þremur árum. Lögunum frá í gær er ætlað að lengja þann frest um allt að eitt ári. Þingmenn Hreyfingarinnar sátu hjá en þingmenn úr öðrum flokkum stóðu að afgreiðslu málsins í gær. Breytingartillögur Þórs Saari, fyrir hönd Hreyfingarinnar, um að nefnd fimm valinkunnra einstaklinga utan þings yrði falið að fjalla um mál sem snerta þingmenn, ráðherra og fjölskyldur þeirra, vöktu hörð viðbrögð. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingu, Þuríður Backman, VG, og Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, lögðust á eitt um að mótmæla málflutningi Þórs. Siv sagði tillögur hans sýndarmennsku. Óþolandi væri að sitja undir því hvernig Þór Saari talaði niður til þingmanna og „sýndi Alþingi puttann“. peturg@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Sjá meira