Verð á húsnæði í Bretlandi lækkaði að meðaltali um 15,9 prósent á nýliðnu ári, samkvæmt upplýsingum breska fasteignalánaveitandans Nationwide.
Breska ríkisútvarpið (BBC) bendir á að verðið hafi nú lækkað fjórtán mánuði í röð, þar af um 2,5 prósent að meðaltali í desember í fyrra. Verðið er nú átján prósentum lægra en það var í október árið 2007 þegar það náði hámarki.
Þá hefur BBC eftir aðalhagfræðingi Nationwide, að húsnæðismarkaðurinn endurspegli vel umrótið á lánsfjármörkuðum. Ekki hafi þó verið reiknað með þvílíku verðfalli og raunin var.