Heimsmarkaðsverð á áli yfir 1.800 dollara á tonnið 27. júlí 2009 08:45 Heimsmarkaðsverð á áli er komið í 1.811 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London. Hefur verðið ekki verið hærra frá því í fyrrahaust. Staðgreiðsluverðið er í 1.798 dollurum. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um verðþróunina á áli í Hagsjá sinni. Þar segir að eftir að álverð náði hámarki í kauphöllinni í London þann 11. júlí í fyrra, en þá var dagslokaverðið tæplega 3.300 dollara á tonnið, hefur það lækkað umtalsvert. Lægst fór það niður í 1.252 dollara í lok mars. Útflutningsverðmæti áls hefur mikið að segja um hagþróun landsins á næstunni. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var álútflutningur þriðjungur af verðmæti útfluttrar vöru á tímabilinu janúar til maí þessa árs. Í hagspá Seðlabanka Íslands í maí-útgáfu Peningamála er gert ráð fyrir 9-10% hækkun álverðs á árunum 2010 og 2011 eftir 42% verðfall milli þessa árs og 2008. Í hagspánni er jafnframt gert ráð fyrir því að uppbygging álvers í Helguvík verði fram haldið og komist almennilega á skrið í byrjun næsta árs. „Í spám Seðlabankans er álverið einn af lykilþáttum í auknum hagvexti þegar fram í sækir auk þess sem því er ætlað að auka útflutningstekjur," segir í Hagspánni. Samkvæmt tölunum á markaðinum í London í morgun virðast forsendur Seðlabankans ætla að standast og gott betur hvað varðar verðþróunina á álinu.Í Hagsjánni er síðan vitnað til kynningarfundar sem forsvarsmenn Century héldu fyrir helgina en þar kom fram mikil trú á Helguvíkurverkefnið. Savgt var að Helguvík væri „heimsklassa og fyrirtaks fjárfesting fyrir hluthafa félagsins í framtíðinni". Eftirlitsstofnun EFTA hefur staðfest fjárfestingarsamning á milli Century og íslenska ríkisins. Ennfremur kom fram í kynningunni að álframleiðsla í heiminum hefur dregist saman um 5 milljón tonn það sem af er ári, en það er umtalsvert minna en búist var við, því miklu minni framleiðslusamdráttur hefur átt sér stað í Kína. Í júní voru framleidd um 35 milljón tonn á ársgrundvelli, samanborið við 40 milljón tonn árið 2008. Heildarframleiðsla á áli á Íslandi árið 2008 var 741 þúsund tonn skv. hagvísum Hagstofunnar og jókst um tæp 70% frá 2007. Á Íslandi voru því framleidd ríflega 2% af öllu áli í heiminum í fyrra. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á áli er komið í 1.811 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London. Hefur verðið ekki verið hærra frá því í fyrrahaust. Staðgreiðsluverðið er í 1.798 dollurum. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um verðþróunina á áli í Hagsjá sinni. Þar segir að eftir að álverð náði hámarki í kauphöllinni í London þann 11. júlí í fyrra, en þá var dagslokaverðið tæplega 3.300 dollara á tonnið, hefur það lækkað umtalsvert. Lægst fór það niður í 1.252 dollara í lok mars. Útflutningsverðmæti áls hefur mikið að segja um hagþróun landsins á næstunni. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var álútflutningur þriðjungur af verðmæti útfluttrar vöru á tímabilinu janúar til maí þessa árs. Í hagspá Seðlabanka Íslands í maí-útgáfu Peningamála er gert ráð fyrir 9-10% hækkun álverðs á árunum 2010 og 2011 eftir 42% verðfall milli þessa árs og 2008. Í hagspánni er jafnframt gert ráð fyrir því að uppbygging álvers í Helguvík verði fram haldið og komist almennilega á skrið í byrjun næsta árs. „Í spám Seðlabankans er álverið einn af lykilþáttum í auknum hagvexti þegar fram í sækir auk þess sem því er ætlað að auka útflutningstekjur," segir í Hagspánni. Samkvæmt tölunum á markaðinum í London í morgun virðast forsendur Seðlabankans ætla að standast og gott betur hvað varðar verðþróunina á álinu.Í Hagsjánni er síðan vitnað til kynningarfundar sem forsvarsmenn Century héldu fyrir helgina en þar kom fram mikil trú á Helguvíkurverkefnið. Savgt var að Helguvík væri „heimsklassa og fyrirtaks fjárfesting fyrir hluthafa félagsins í framtíðinni". Eftirlitsstofnun EFTA hefur staðfest fjárfestingarsamning á milli Century og íslenska ríkisins. Ennfremur kom fram í kynningunni að álframleiðsla í heiminum hefur dregist saman um 5 milljón tonn það sem af er ári, en það er umtalsvert minna en búist var við, því miklu minni framleiðslusamdráttur hefur átt sér stað í Kína. Í júní voru framleidd um 35 milljón tonn á ársgrundvelli, samanborið við 40 milljón tonn árið 2008. Heildarframleiðsla á áli á Íslandi árið 2008 var 741 þúsund tonn skv. hagvísum Hagstofunnar og jókst um tæp 70% frá 2007. Á Íslandi voru því framleidd ríflega 2% af öllu áli í heiminum í fyrra.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira