Hamarsmaðurinn Andre Dabney var valinn maður leiksins í Stjörnuleik karla en glæsilegum Stjörnuleiksdegi KKÍ var að ljúka.
Shell-liðið bar sigur úr býtum gegn Iceland Express-liðinu, 129-134.
Leikurinn var í járnum allan tímann og IE-liðið var aðeins stigi yfir í leikhléi.
Dabney fór mikinn í Shell-liðinu en hann skoraði 7 stig og gaf 11 stoðsendingar. Hann bauð einnig upp á glæsileg tilþrif sem glöddu augu áhorfenda.
Christopher Smith var stigahæstur í IE-liðinu með 32 stig.