Tengdamamma Tigers Woods er á batavegi eftir að hún var flutt af heimili kappans á sjúkrahús í morgun með magaverki.
Barbro Holmberg er móðir Elínar Nordegren, eiginkonu Tigers. Hún dvelur nú á heimili þeirra hjóna vegna þess fjölmiðlafárs sem nú ríkir vegna meints framhjáhalds Tigers.
Tiger bað fjölskyldu sína opinberlega afsökunar í síðustu viku á misgjörðum sínum. Það kom í kjölfar þess að hann ók á brunahana og tré nálægt heimili sínu.
Talið var að slysið hafi átt sér stað eftir rifrildi hjónanna. Fjölmiðlar vestanhafs halda því fram að Tiger hafi lengi haldið framhjá með eiginkonu sinni með fjölda kvenna.

