Úthlutun friðarverðlauna vekur furðu Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. október 2009 00:30 Obama á skrifstofu sinni Bandaríkjaforseti á mikið verk fyrir höndum að standa undir kröfum Nóbelsnefndarinnar. nordicphotos/AFP Ákvörðun norsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar um að veita Barack Obama Bandaríkjaforseta friðarverðlaunin í ár vakti furðu víðs vegar um heim. Sjálfur sagðist Obama undrandi og finna til auðmýktar, en hann myndi líta á verðlaunin sem hvatningu til dáða. Í tilkynningu frá nefndinni segist hún veita Obama verðlaunin „fyrir einstaka viðleitni sína til að styrkja alþjóðasamskipti og samvinnu milli þjóða“. Nefndin segir að þar sé sérstaklega horft á framlag Obama við að losa heiminn við kjarnorkuvopn. Aðeins tíu mánuðir eru liðnir frá því að Obama tók við embætti. Þótt hann hafi lofað margháttuðum breytingum, sem margar hverjar eiga að vera í friðarátt, þá hefur honum enn varla tekist að hrinda neinum þeirra veigamestu í framkvæmd. „Svona fljótt?“ spurði pólski friðarverðlaunahafinn Lec Walesa, fyrrverandi baráttumaður gegn oki kommúnismans og síðar forseti landsins, og trúði varla fréttunum frekar en margir aðrir. „Þetta er of fljótt. Hann hefur ekki raunverulega lagt neitt fram enn. Hann hefur komið með tillögur og er að hefja starf sitt, en hann á enn eftir að afreka það allt.“ Thorbjörn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, segist skilja þau viðbrögð, að fólki finnist Obama fá verðlaunin of fljótt: „En þá vil ég segja að eftir þrjú ár geti orðið of seint að bregðast við. Tækifæri okkar til að bregðast við er núna.“ Obama er fjórði Bandaríkjaforsetinn sem fær friðarverðlaun meðan hann er í embætti. Hinir voru Theodore Roosevelt, Woodrow Wilson og Jimmy Carter. Aðrir forsetar hafa einnig hlotið þessi verðlaun í embætti, svo sem Mikhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna og Kim Dae-Jung, forseti Suður-Kóreu. Forsætisráðherrar hafa einnig fengið friðarverðlaunin á embættistíð sinni, svo sem Jitsak Rabin frá Ísrael og Willy Brandt Þýskalandskanslari. Aldrei áður hefur þó neinn þjóðarleiðtogi fengið verðlaunin eftir jafn skamma setu í embætti. Barack Obama Nóbelsverðlaun Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Ákvörðun norsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar um að veita Barack Obama Bandaríkjaforseta friðarverðlaunin í ár vakti furðu víðs vegar um heim. Sjálfur sagðist Obama undrandi og finna til auðmýktar, en hann myndi líta á verðlaunin sem hvatningu til dáða. Í tilkynningu frá nefndinni segist hún veita Obama verðlaunin „fyrir einstaka viðleitni sína til að styrkja alþjóðasamskipti og samvinnu milli þjóða“. Nefndin segir að þar sé sérstaklega horft á framlag Obama við að losa heiminn við kjarnorkuvopn. Aðeins tíu mánuðir eru liðnir frá því að Obama tók við embætti. Þótt hann hafi lofað margháttuðum breytingum, sem margar hverjar eiga að vera í friðarátt, þá hefur honum enn varla tekist að hrinda neinum þeirra veigamestu í framkvæmd. „Svona fljótt?“ spurði pólski friðarverðlaunahafinn Lec Walesa, fyrrverandi baráttumaður gegn oki kommúnismans og síðar forseti landsins, og trúði varla fréttunum frekar en margir aðrir. „Þetta er of fljótt. Hann hefur ekki raunverulega lagt neitt fram enn. Hann hefur komið með tillögur og er að hefja starf sitt, en hann á enn eftir að afreka það allt.“ Thorbjörn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, segist skilja þau viðbrögð, að fólki finnist Obama fá verðlaunin of fljótt: „En þá vil ég segja að eftir þrjú ár geti orðið of seint að bregðast við. Tækifæri okkar til að bregðast við er núna.“ Obama er fjórði Bandaríkjaforsetinn sem fær friðarverðlaun meðan hann er í embætti. Hinir voru Theodore Roosevelt, Woodrow Wilson og Jimmy Carter. Aðrir forsetar hafa einnig hlotið þessi verðlaun í embætti, svo sem Mikhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna og Kim Dae-Jung, forseti Suður-Kóreu. Forsætisráðherrar hafa einnig fengið friðarverðlaunin á embættistíð sinni, svo sem Jitsak Rabin frá Ísrael og Willy Brandt Þýskalandskanslari. Aldrei áður hefur þó neinn þjóðarleiðtogi fengið verðlaunin eftir jafn skamma setu í embætti.
Barack Obama Nóbelsverðlaun Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira