Úthlutun friðarverðlauna vekur furðu Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. október 2009 00:30 Obama á skrifstofu sinni Bandaríkjaforseti á mikið verk fyrir höndum að standa undir kröfum Nóbelsnefndarinnar. nordicphotos/AFP Ákvörðun norsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar um að veita Barack Obama Bandaríkjaforseta friðarverðlaunin í ár vakti furðu víðs vegar um heim. Sjálfur sagðist Obama undrandi og finna til auðmýktar, en hann myndi líta á verðlaunin sem hvatningu til dáða. Í tilkynningu frá nefndinni segist hún veita Obama verðlaunin „fyrir einstaka viðleitni sína til að styrkja alþjóðasamskipti og samvinnu milli þjóða“. Nefndin segir að þar sé sérstaklega horft á framlag Obama við að losa heiminn við kjarnorkuvopn. Aðeins tíu mánuðir eru liðnir frá því að Obama tók við embætti. Þótt hann hafi lofað margháttuðum breytingum, sem margar hverjar eiga að vera í friðarátt, þá hefur honum enn varla tekist að hrinda neinum þeirra veigamestu í framkvæmd. „Svona fljótt?“ spurði pólski friðarverðlaunahafinn Lec Walesa, fyrrverandi baráttumaður gegn oki kommúnismans og síðar forseti landsins, og trúði varla fréttunum frekar en margir aðrir. „Þetta er of fljótt. Hann hefur ekki raunverulega lagt neitt fram enn. Hann hefur komið með tillögur og er að hefja starf sitt, en hann á enn eftir að afreka það allt.“ Thorbjörn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, segist skilja þau viðbrögð, að fólki finnist Obama fá verðlaunin of fljótt: „En þá vil ég segja að eftir þrjú ár geti orðið of seint að bregðast við. Tækifæri okkar til að bregðast við er núna.“ Obama er fjórði Bandaríkjaforsetinn sem fær friðarverðlaun meðan hann er í embætti. Hinir voru Theodore Roosevelt, Woodrow Wilson og Jimmy Carter. Aðrir forsetar hafa einnig hlotið þessi verðlaun í embætti, svo sem Mikhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna og Kim Dae-Jung, forseti Suður-Kóreu. Forsætisráðherrar hafa einnig fengið friðarverðlaunin á embættistíð sinni, svo sem Jitsak Rabin frá Ísrael og Willy Brandt Þýskalandskanslari. Aldrei áður hefur þó neinn þjóðarleiðtogi fengið verðlaunin eftir jafn skamma setu í embætti. Barack Obama Nóbelsverðlaun Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Ákvörðun norsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar um að veita Barack Obama Bandaríkjaforseta friðarverðlaunin í ár vakti furðu víðs vegar um heim. Sjálfur sagðist Obama undrandi og finna til auðmýktar, en hann myndi líta á verðlaunin sem hvatningu til dáða. Í tilkynningu frá nefndinni segist hún veita Obama verðlaunin „fyrir einstaka viðleitni sína til að styrkja alþjóðasamskipti og samvinnu milli þjóða“. Nefndin segir að þar sé sérstaklega horft á framlag Obama við að losa heiminn við kjarnorkuvopn. Aðeins tíu mánuðir eru liðnir frá því að Obama tók við embætti. Þótt hann hafi lofað margháttuðum breytingum, sem margar hverjar eiga að vera í friðarátt, þá hefur honum enn varla tekist að hrinda neinum þeirra veigamestu í framkvæmd. „Svona fljótt?“ spurði pólski friðarverðlaunahafinn Lec Walesa, fyrrverandi baráttumaður gegn oki kommúnismans og síðar forseti landsins, og trúði varla fréttunum frekar en margir aðrir. „Þetta er of fljótt. Hann hefur ekki raunverulega lagt neitt fram enn. Hann hefur komið með tillögur og er að hefja starf sitt, en hann á enn eftir að afreka það allt.“ Thorbjörn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, segist skilja þau viðbrögð, að fólki finnist Obama fá verðlaunin of fljótt: „En þá vil ég segja að eftir þrjú ár geti orðið of seint að bregðast við. Tækifæri okkar til að bregðast við er núna.“ Obama er fjórði Bandaríkjaforsetinn sem fær friðarverðlaun meðan hann er í embætti. Hinir voru Theodore Roosevelt, Woodrow Wilson og Jimmy Carter. Aðrir forsetar hafa einnig hlotið þessi verðlaun í embætti, svo sem Mikhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna og Kim Dae-Jung, forseti Suður-Kóreu. Forsætisráðherrar hafa einnig fengið friðarverðlaunin á embættistíð sinni, svo sem Jitsak Rabin frá Ísrael og Willy Brandt Þýskalandskanslari. Aldrei áður hefur þó neinn þjóðarleiðtogi fengið verðlaunin eftir jafn skamma setu í embætti.
Barack Obama Nóbelsverðlaun Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira