Innlent

MMR könnun: Fylgið stendur í stað

Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur á Íslandi samkvæmt niðurstöðu könnunar MMR. Mynd/ Valgarður.
Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur á Íslandi samkvæmt niðurstöðu könnunar MMR. Mynd/ Valgarður.
Samfylkingin mælist með 29,8% fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR sem gerð var dagana 6. - 14. apríl. Þetta er lítil breyting frá síðustu könnun í mars, þegar fylgi flokksins mældist 30,5%. Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist nú 28,8% og fylgi Vinstri grænna 25,9%. Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 9% og fylgi Borgarahreyfingarinnar mælist 4,1% Önnur framboð mælast undir 2% fylgi.

Meirihluti gagnaöflunar vegna könunarinnar átti sér stað dagana 6,-7 apríl, eða áður en fréttir bárust af styrkjamálum stjórnmálaflokkanna. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 51,5% sem er það sama og var við síðustu mælingu, í mars. Úrtakið í könnuninni voru einstaklingar á aldrinum 18-67 ára og var um síma og netkönnun að ræða. 876 einstaklingar svöruðu könnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×