Græddi tugi milljarða á breska bankahruninu 12. mars 2009 11:05 Vogunarsjóður bandaríska fjárfestisins John Paulson græddi 311 milljónir punda, eða um 50 milljarða kr. á hruni breska bankakerfisins í vetur. Og þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Paulson græðir tugi milljarða á því að skortselja hlutabréf í breskum bönkum. Í umfjöllun um málið á Bloomberg-fréttaveitunni kemur fram að Paulson hóf að skortselja hlutabréf í bæði Lloyds bankanum og HBOS s.l. haust. Hann tók að láni hlutabréf í þessum bönkum í september af stærðargráðunni 367 milljónir punda og seldi þau strax. Nú í mars nam eign Paulson í þessu bönkum 50 milljónum punda þannig að hann hefur sett 311 milljónir punda í vasann eftir þessa skortsölu. Það fylgir svo sögunni að vogunarsjóður Paulson hafi leikið sama leikinn við Royal Bank of Scotland og þar græddi hann a.m.k. 295 milljónir punda eða hátt í 50 milljarða kr. á að skortselja bréf í þeim banka. Bloomberg greinir einnig frá því að Paulson hafi grætt um 3 milljarða dollara eða um 330 milljarða kr. á að veðja á að bandaríski fasteignamarkaðurinn myndi hrynja vegna undirmálslánakreppunnar. Leigh Goodwin greinandi hjá Fox-Pitt Kelton í London segir að Paulson hafi lesið markaðinn hárrétt. Og það hafi valdið því að vogunarsjóður hans gaf af sér 37% hagnað af fjárfestingum í fyrra þegar vogunarsjóðir í heildina skiluðu tapi upp á 19%. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Vogunarsjóður bandaríska fjárfestisins John Paulson græddi 311 milljónir punda, eða um 50 milljarða kr. á hruni breska bankakerfisins í vetur. Og þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Paulson græðir tugi milljarða á því að skortselja hlutabréf í breskum bönkum. Í umfjöllun um málið á Bloomberg-fréttaveitunni kemur fram að Paulson hóf að skortselja hlutabréf í bæði Lloyds bankanum og HBOS s.l. haust. Hann tók að láni hlutabréf í þessum bönkum í september af stærðargráðunni 367 milljónir punda og seldi þau strax. Nú í mars nam eign Paulson í þessu bönkum 50 milljónum punda þannig að hann hefur sett 311 milljónir punda í vasann eftir þessa skortsölu. Það fylgir svo sögunni að vogunarsjóður Paulson hafi leikið sama leikinn við Royal Bank of Scotland og þar græddi hann a.m.k. 295 milljónir punda eða hátt í 50 milljarða kr. á að skortselja bréf í þeim banka. Bloomberg greinir einnig frá því að Paulson hafi grætt um 3 milljarða dollara eða um 330 milljarða kr. á að veðja á að bandaríski fasteignamarkaðurinn myndi hrynja vegna undirmálslánakreppunnar. Leigh Goodwin greinandi hjá Fox-Pitt Kelton í London segir að Paulson hafi lesið markaðinn hárrétt. Og það hafi valdið því að vogunarsjóður hans gaf af sér 37% hagnað af fjárfestingum í fyrra þegar vogunarsjóðir í heildina skiluðu tapi upp á 19%.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira