Hægri bakvörðurinn Maicon gæti verið á leið frá Inter til Real Madrid. Umboðsmaður leikmannsins brasilíska segir að spænska stórliðið hafi áhuga á honum ásamt ensku liðunum Manchester City og Chelsea.
Núgildandi samningur Maicon við Inter er til 2013 en þó er talið líklegt að hann yfirgefi Ítalíumeistarana. Real Madrid hefur farið hamförum á leikmannamarkaðnum í sumar og virðast forráðamenn félagsins síður en svo hættir.