Kamerúnmaðurinn Samuel Eto'o skoraði eina markið í 1-0 sigri Barcelona á Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í í fótbolta í kvöld. Barcelona heldur því áfram sex stiga forskoti á Real Madrid sem vann einnig sinn leik í kvöld.
Barcelona er með marga landsliðsmenn innan sinna raða og hefur oft gengið illa í fyrsta leik eftir landsleikjahlé. Liðið var sem dæmi búið að tapa þremur af fjórum leikjum sínum eftir landsleikjahlé á tímabilinu en mark Samuel Eto'o rétt fyrir hálfleik sá til þess að Barcelona fékk þrjú dýrmæt stig í toppbaráttunni.
Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á síðustu mínútu leiksins og spilaði fimm mínútur af uppbótartíma.
Argentínumaðurinn Gonzalo Hiugain tryggði Real Madrid 1-0 sigur á Malaga með marki rétt eftir hálfleik.