Væru í sporum Íslendinga án evru 13. febrúar 2009 04:45 José Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir yfirburði evrusvæðisins kristallast í ólíkri stöðu Írlands og Íslands. FRéttablaðið/AP Írland væri í sporum Íslands ef ekki væri fyrir aðild að evrunni, hefur Irish Times eftir José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Ástandið í löndum evrusvæðisins væri mun verra og miklu erfiðara ef við hefðum ekki evruna. Ég nefni gjarnan Írland og ber saman við Ísland, sem gott dæmi um velgengni evrusvæðisins,“ sagði Barroso á blaðamannafundi á miðvikudag. Irish Times segir ummælin líkleg til að pirra Brian Cowen, forsætisráðherra Íra, en í janúar gagnrýndi hann samanburð Barroso á Írlandi og Íslandi, en sá síðarnefndi nefndi löndin á ráðstefnu World Economic Forum í Davos í Sviss. „Samanburðurinn er ónákvæmur. Á Írlandi hefur gengið mjög vel í 12, 13 ár. Hvert árið öðru betra,“ sagði Cowen um samanburðinn og kvaðst ekki mundu umbera „illt tal um Írland“. Í október varð hins vegar Micheál Martin, utanríkisráðherra Íra, fyrstur til að velta fyrir sér muninum á Íslandi og Írlandi, að sögn Irish Times. „Við sjáum erfiðleikana sem Ísland á við að etja sem land sem er eitt á báti. Það bendir til þess að mun betra sé að vera í hjarta Evrópu en í útjaðrinum og að ganga leið einangrunar […] Þetta er íhugunarefni fyrir okkur hér innanlands,“ sagði hann þá. - óká Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Írland væri í sporum Íslands ef ekki væri fyrir aðild að evrunni, hefur Irish Times eftir José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Ástandið í löndum evrusvæðisins væri mun verra og miklu erfiðara ef við hefðum ekki evruna. Ég nefni gjarnan Írland og ber saman við Ísland, sem gott dæmi um velgengni evrusvæðisins,“ sagði Barroso á blaðamannafundi á miðvikudag. Irish Times segir ummælin líkleg til að pirra Brian Cowen, forsætisráðherra Íra, en í janúar gagnrýndi hann samanburð Barroso á Írlandi og Íslandi, en sá síðarnefndi nefndi löndin á ráðstefnu World Economic Forum í Davos í Sviss. „Samanburðurinn er ónákvæmur. Á Írlandi hefur gengið mjög vel í 12, 13 ár. Hvert árið öðru betra,“ sagði Cowen um samanburðinn og kvaðst ekki mundu umbera „illt tal um Írland“. Í október varð hins vegar Micheál Martin, utanríkisráðherra Íra, fyrstur til að velta fyrir sér muninum á Íslandi og Írlandi, að sögn Irish Times. „Við sjáum erfiðleikana sem Ísland á við að etja sem land sem er eitt á báti. Það bendir til þess að mun betra sé að vera í hjarta Evrópu en í útjaðrinum og að ganga leið einangrunar […] Þetta er íhugunarefni fyrir okkur hér innanlands,“ sagði hann þá. - óká
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira