Væru í sporum Íslendinga án evru 13. febrúar 2009 04:45 José Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir yfirburði evrusvæðisins kristallast í ólíkri stöðu Írlands og Íslands. FRéttablaðið/AP Írland væri í sporum Íslands ef ekki væri fyrir aðild að evrunni, hefur Irish Times eftir José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Ástandið í löndum evrusvæðisins væri mun verra og miklu erfiðara ef við hefðum ekki evruna. Ég nefni gjarnan Írland og ber saman við Ísland, sem gott dæmi um velgengni evrusvæðisins,“ sagði Barroso á blaðamannafundi á miðvikudag. Irish Times segir ummælin líkleg til að pirra Brian Cowen, forsætisráðherra Íra, en í janúar gagnrýndi hann samanburð Barroso á Írlandi og Íslandi, en sá síðarnefndi nefndi löndin á ráðstefnu World Economic Forum í Davos í Sviss. „Samanburðurinn er ónákvæmur. Á Írlandi hefur gengið mjög vel í 12, 13 ár. Hvert árið öðru betra,“ sagði Cowen um samanburðinn og kvaðst ekki mundu umbera „illt tal um Írland“. Í október varð hins vegar Micheál Martin, utanríkisráðherra Íra, fyrstur til að velta fyrir sér muninum á Íslandi og Írlandi, að sögn Irish Times. „Við sjáum erfiðleikana sem Ísland á við að etja sem land sem er eitt á báti. Það bendir til þess að mun betra sé að vera í hjarta Evrópu en í útjaðrinum og að ganga leið einangrunar […] Þetta er íhugunarefni fyrir okkur hér innanlands,“ sagði hann þá. - óká Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Írland væri í sporum Íslands ef ekki væri fyrir aðild að evrunni, hefur Irish Times eftir José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Ástandið í löndum evrusvæðisins væri mun verra og miklu erfiðara ef við hefðum ekki evruna. Ég nefni gjarnan Írland og ber saman við Ísland, sem gott dæmi um velgengni evrusvæðisins,“ sagði Barroso á blaðamannafundi á miðvikudag. Irish Times segir ummælin líkleg til að pirra Brian Cowen, forsætisráðherra Íra, en í janúar gagnrýndi hann samanburð Barroso á Írlandi og Íslandi, en sá síðarnefndi nefndi löndin á ráðstefnu World Economic Forum í Davos í Sviss. „Samanburðurinn er ónákvæmur. Á Írlandi hefur gengið mjög vel í 12, 13 ár. Hvert árið öðru betra,“ sagði Cowen um samanburðinn og kvaðst ekki mundu umbera „illt tal um Írland“. Í október varð hins vegar Micheál Martin, utanríkisráðherra Íra, fyrstur til að velta fyrir sér muninum á Íslandi og Írlandi, að sögn Irish Times. „Við sjáum erfiðleikana sem Ísland á við að etja sem land sem er eitt á báti. Það bendir til þess að mun betra sé að vera í hjarta Evrópu en í útjaðrinum og að ganga leið einangrunar […] Þetta er íhugunarefni fyrir okkur hér innanlands,“ sagði hann þá. - óká
Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf