Cabrera vann Masters mótið eftir tvöfaldan bráðabana Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. apríl 2009 22:42 Angel Cabrera. Mynd/Getty Images Angel Cabrera vann Masters mótið í golfi eftir tvær umferðir í bráðabana. Mótið var því æsispennandi en Cabrera hafði taugarnar í að afgreiða málið. Kenny Perry og Angel Cabrera spila nú bráðabana fyrir sigri á Masters mótinu í golfi. Chad Campbell datt út á fyrstu holu í bráðabana. Allt leit út fyrir sigur Kenny Perry á mótinu en hann fékk tvo skolla á síðustu tveimur holunum og endaði þar með á tólf undir, líkt og Cabrera og Chad Campbell. Þremenningarnir fóru því í bráðabana á 18. holunni. Hún spilaðist svona hjá þeim: Cabrera - Par: 3-tré. Slakt högg, langt út í skóg til hægri, beint á bakvið stórt tré. Annað höggið fór nokkuð áfram, þar í tré og inn á miðja braut. Þriðja höggið var mjög gott, um þrjá metra frá holu. Hann setti síðan púttið í fyrir pari. Perry - Par: Gott upphafshögg á miðja braut. Annað höggið var mjög slakt, þó rétt fyrir utan flötina til hægri. Þriðja höggið var gott, rétt hjá holunni og hann gulltryggði parið sem hann kláraði örugglega.Campbell - Skolli: Langt og gott upphafshögg, hægra megin á brautinni. Annað höggið var mjög slakt, í glompu hægra megin á brautinni. Glompuhöggið var gott, aðeins of langt, rúma tvo metra frá holu. Hann brenndi af púttinu, fékk skolla og datt þar með út.Önnur hola í bráðabana: Cabrera - Par: Gott upphafshögg, á besta stað hægra megin á brautinni, aðeins lengra en hjá Perry. Glæsilegt annað högg, þrjá metra frá holunni. Tryggir parið, rétt hjá holunni. Fær par og tryggir sér sigur.Perry - Kláraði ekki: Gott upphafshögg, aðeins til hægri á brautinni á besta stað. Annað höggið var skelfilegt, langt til vinstri. Vippið var alltof langt, um sjö metra frá holunni. Hann setti púttið langt frá og þurfti ekki að klára þar sem Cabrera setti í fyrir pari. Golf Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Angel Cabrera vann Masters mótið í golfi eftir tvær umferðir í bráðabana. Mótið var því æsispennandi en Cabrera hafði taugarnar í að afgreiða málið. Kenny Perry og Angel Cabrera spila nú bráðabana fyrir sigri á Masters mótinu í golfi. Chad Campbell datt út á fyrstu holu í bráðabana. Allt leit út fyrir sigur Kenny Perry á mótinu en hann fékk tvo skolla á síðustu tveimur holunum og endaði þar með á tólf undir, líkt og Cabrera og Chad Campbell. Þremenningarnir fóru því í bráðabana á 18. holunni. Hún spilaðist svona hjá þeim: Cabrera - Par: 3-tré. Slakt högg, langt út í skóg til hægri, beint á bakvið stórt tré. Annað höggið fór nokkuð áfram, þar í tré og inn á miðja braut. Þriðja höggið var mjög gott, um þrjá metra frá holu. Hann setti síðan púttið í fyrir pari. Perry - Par: Gott upphafshögg á miðja braut. Annað höggið var mjög slakt, þó rétt fyrir utan flötina til hægri. Þriðja höggið var gott, rétt hjá holunni og hann gulltryggði parið sem hann kláraði örugglega.Campbell - Skolli: Langt og gott upphafshögg, hægra megin á brautinni. Annað höggið var mjög slakt, í glompu hægra megin á brautinni. Glompuhöggið var gott, aðeins of langt, rúma tvo metra frá holu. Hann brenndi af púttinu, fékk skolla og datt þar með út.Önnur hola í bráðabana: Cabrera - Par: Gott upphafshögg, á besta stað hægra megin á brautinni, aðeins lengra en hjá Perry. Glæsilegt annað högg, þrjá metra frá holunni. Tryggir parið, rétt hjá holunni. Fær par og tryggir sér sigur.Perry - Kláraði ekki: Gott upphafshögg, aðeins til hægri á brautinni á besta stað. Annað höggið var skelfilegt, langt til vinstri. Vippið var alltof langt, um sjö metra frá holunni. Hann setti púttið langt frá og þurfti ekki að klára þar sem Cabrera setti í fyrir pari.
Golf Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira