Segir Bretland og Sviss á barmi íslenskra örlaga 18. febrúar 2009 10:48 Fjárfestingaráðgjafinn Hennessee Group telur að Bretland og Sviss séu nú á barmi íslenskra örlaga. Fjármálakreppan megi ekki dýpka mikið meir til þess að bankakerfi beggja þessara landa fari á hliðina. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni privateequitywire.co.uk er haft eftir Charles Gradante öðrum stofnenda Hennessee Group að lönd sem eru í svipaðri stöðu á Ísland var í rétt fyrir bankahrunið hér eigi á hættu að lenda í sömu örlögum. Hér á Gradante við lönd þar sem erlendar skuldir eru margföld landsframleiðslan. Bandaríkin aftur á móti eru ekki í hættu þar sem nær allar erlendar skuldir þess lands eru í eigin gjaldmiðli, dollurum. Sem stendur eru erlendar skuldir Bretlands 456% af landsframleiðslunni og í Sviss er hlutfallið komið í 433%. Stór hluti af þessum skuldum eru í erlendum gjaldmiðlum og því telur Gradante hættu á hruni þar. Írlandi hefur lengi verið líkt við Ísland enda eru erlendar skuldir Írlands nú 900% af landsframleiðslu. Raunar eru allir sammála um að Írland væri fyrir löngu komið í sömu stöðu og Ísland hef það nyti ekki aðstoðar seðlabanka Evrópu. Hennessee Group telur að ef Bretland og Sviss komist í trúverðugleikakreppu eins og gerðist á Íslandi þar sem fjárfestar flýja landið í öruggari hafnir muni gjaldmiðlar þeirra lenda í samskonar hruni og íslenka krónan gerði. Slíkt myndi gera það að verkum að Bretland og Sviss myndu hugsanlega upplifa þjóðargjaldþrot. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fjárfestingaráðgjafinn Hennessee Group telur að Bretland og Sviss séu nú á barmi íslenskra örlaga. Fjármálakreppan megi ekki dýpka mikið meir til þess að bankakerfi beggja þessara landa fari á hliðina. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni privateequitywire.co.uk er haft eftir Charles Gradante öðrum stofnenda Hennessee Group að lönd sem eru í svipaðri stöðu á Ísland var í rétt fyrir bankahrunið hér eigi á hættu að lenda í sömu örlögum. Hér á Gradante við lönd þar sem erlendar skuldir eru margföld landsframleiðslan. Bandaríkin aftur á móti eru ekki í hættu þar sem nær allar erlendar skuldir þess lands eru í eigin gjaldmiðli, dollurum. Sem stendur eru erlendar skuldir Bretlands 456% af landsframleiðslunni og í Sviss er hlutfallið komið í 433%. Stór hluti af þessum skuldum eru í erlendum gjaldmiðlum og því telur Gradante hættu á hruni þar. Írlandi hefur lengi verið líkt við Ísland enda eru erlendar skuldir Írlands nú 900% af landsframleiðslu. Raunar eru allir sammála um að Írland væri fyrir löngu komið í sömu stöðu og Ísland hef það nyti ekki aðstoðar seðlabanka Evrópu. Hennessee Group telur að ef Bretland og Sviss komist í trúverðugleikakreppu eins og gerðist á Íslandi þar sem fjárfestar flýja landið í öruggari hafnir muni gjaldmiðlar þeirra lenda í samskonar hruni og íslenka krónan gerði. Slíkt myndi gera það að verkum að Bretland og Sviss myndu hugsanlega upplifa þjóðargjaldþrot.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira