Flýta þarf bata með öllum tiltækum ráðum Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. febrúar 2009 11:51 Næsta sunnudag er fyrsti mars. Sumir halda upp á daginn og nefna hann bjórdaginn. Fyrir fyrsta mars 1989 var einungis á færi útvalinna að flytja inn og drekka bjór. Allur almenningur mátti halda sig við brennda drykki og vín. Ótrúlegt er til þess að hugsa að ekki séu nema tuttugu ár síðan hömlur voru á jafnsjálfsögðum neysluvarningi. Á haftatímum þessum þurfti líka að sækja um leyfi fyrir gjaldeyriskaupum. Ef einhver vildi gerast áskrifandi að erlendu tímariti þurfti viðkomandi að gera sér ferð í banka, fylla út eyðublað og tiltaka undir vökulu auga bankastarfsmannsins hvort sótt væri um gjaldeyri vegna áskriftar að Alt for Damerne, Newsweek, Playboy eða hvaða riti öðru sem fólk annars kynni að hafa áhuga á. Við liggur að snúið hafi verið aftur til þessa tíma, eins og þeir þekkja sem þurft hafa að sækja sér ferðamannagjaldeyri. Eru þá ótalin áhrif gjaldeyrishafta á allan fyrirtækjarekstur og fælingaráhrif á erlenda fjárfestingu. Hátt vaxtastig og gjaldeyrishöft eru forgangsmál í yfirferð sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hingað til lands dagana 26. febrúar til 3. mars, að því er fram kemur í máli Marks Flanagans, nýs formanns nefndarinnar, í viðtali við vefrit sjóðsins, IMF Survey online. Hann segir hilla undir að hægt verði að fara í vaxtalækkanir og fyrstu skref í að létta af gjaldeyrishöftum, en aðgátar sé þó þörf, ný ríkisstjórn þurfi að skýra betur áætlanir sínar um hvernig hér eigi að draga úr fjárlagahalla og skuldasöfnun. Þar stendur hnífurinn í kúnni, enn vantar sýn á hvernig á að byggja hér upp landið til framtíðar. Á að feta kostnaðarsama slóð einangrunarhyggju, eða enduruppbyggingar í félagi við aðrar Evrópuþjóðir? „Eyríki sem ekki vill vera hluti af alþjóðasamfélaginu og er þekkt um heim allan fyrir að borga ekki skuldir á sér ekki bjarta framtíð," skrifar Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar, í nýjasta tölublað vikuritsins og bendir á að aðildarviðræður við Evrópusambandið gætu þegar haft áhrif til góðs í þeirri erfiðu stöðu sem þjóðin er í. Þannig hafi ríki ESB fengið lán á lægri vöxtum en ríki utan sambandsins. Dæmi þar um sé Ungverjaland, sem fékk lánaða 6,5 milljarða evra á 3,25 prósenta vöxtum. Þá bendir hann á að þótt Evrópuríki sem ekki hafi tamið sér nauðsynlegan aga í fjármálum hafi lent í vandræðum hafi ekkert þeirra lent í hruni eins og við gerðum í haust. „Vantraustið kom fyrst fram í krónunni, svo hrundu bankarnir. Krónan mun aldrei njóta trausts og þess vegna verður þjóðin að sækja um aðild að Evrópusambandinu og þar með evrópska myntbandalaginu," segir hann og verður ekki annað séð en hann hafi lög að mæla. Línur eru að skýrast um skuldastöðu ríkisins eftir fall bankanna þriggja og virðist hún blessunarlega miklu betri en mestu svartagallsrausarar hafa óttast. Staða margra heimila og fyrirtækja er engu síður grafalvarleg og algjör nauðsyn að gripið verði til hverra þeirra aðgerða sem auðvelda hér enduruppbyggingu og eru best til þess fallnar að endurvekja traust jafnt innan lands sem utan og flýta hér enduruppbyggingu og efnahagsbata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Næsta sunnudag er fyrsti mars. Sumir halda upp á daginn og nefna hann bjórdaginn. Fyrir fyrsta mars 1989 var einungis á færi útvalinna að flytja inn og drekka bjór. Allur almenningur mátti halda sig við brennda drykki og vín. Ótrúlegt er til þess að hugsa að ekki séu nema tuttugu ár síðan hömlur voru á jafnsjálfsögðum neysluvarningi. Á haftatímum þessum þurfti líka að sækja um leyfi fyrir gjaldeyriskaupum. Ef einhver vildi gerast áskrifandi að erlendu tímariti þurfti viðkomandi að gera sér ferð í banka, fylla út eyðublað og tiltaka undir vökulu auga bankastarfsmannsins hvort sótt væri um gjaldeyri vegna áskriftar að Alt for Damerne, Newsweek, Playboy eða hvaða riti öðru sem fólk annars kynni að hafa áhuga á. Við liggur að snúið hafi verið aftur til þessa tíma, eins og þeir þekkja sem þurft hafa að sækja sér ferðamannagjaldeyri. Eru þá ótalin áhrif gjaldeyrishafta á allan fyrirtækjarekstur og fælingaráhrif á erlenda fjárfestingu. Hátt vaxtastig og gjaldeyrishöft eru forgangsmál í yfirferð sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hingað til lands dagana 26. febrúar til 3. mars, að því er fram kemur í máli Marks Flanagans, nýs formanns nefndarinnar, í viðtali við vefrit sjóðsins, IMF Survey online. Hann segir hilla undir að hægt verði að fara í vaxtalækkanir og fyrstu skref í að létta af gjaldeyrishöftum, en aðgátar sé þó þörf, ný ríkisstjórn þurfi að skýra betur áætlanir sínar um hvernig hér eigi að draga úr fjárlagahalla og skuldasöfnun. Þar stendur hnífurinn í kúnni, enn vantar sýn á hvernig á að byggja hér upp landið til framtíðar. Á að feta kostnaðarsama slóð einangrunarhyggju, eða enduruppbyggingar í félagi við aðrar Evrópuþjóðir? „Eyríki sem ekki vill vera hluti af alþjóðasamfélaginu og er þekkt um heim allan fyrir að borga ekki skuldir á sér ekki bjarta framtíð," skrifar Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar, í nýjasta tölublað vikuritsins og bendir á að aðildarviðræður við Evrópusambandið gætu þegar haft áhrif til góðs í þeirri erfiðu stöðu sem þjóðin er í. Þannig hafi ríki ESB fengið lán á lægri vöxtum en ríki utan sambandsins. Dæmi þar um sé Ungverjaland, sem fékk lánaða 6,5 milljarða evra á 3,25 prósenta vöxtum. Þá bendir hann á að þótt Evrópuríki sem ekki hafi tamið sér nauðsynlegan aga í fjármálum hafi lent í vandræðum hafi ekkert þeirra lent í hruni eins og við gerðum í haust. „Vantraustið kom fyrst fram í krónunni, svo hrundu bankarnir. Krónan mun aldrei njóta trausts og þess vegna verður þjóðin að sækja um aðild að Evrópusambandinu og þar með evrópska myntbandalaginu," segir hann og verður ekki annað séð en hann hafi lög að mæla. Línur eru að skýrast um skuldastöðu ríkisins eftir fall bankanna þriggja og virðist hún blessunarlega miklu betri en mestu svartagallsrausarar hafa óttast. Staða margra heimila og fyrirtækja er engu síður grafalvarleg og algjör nauðsyn að gripið verði til hverra þeirra aðgerða sem auðvelda hér enduruppbyggingu og eru best til þess fallnar að endurvekja traust jafnt innan lands sem utan og flýta hér enduruppbyggingu og efnahagsbata.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun