Ef að Manuel Ruiz de Lopera, eigandi Real Betis, var í einhverjum vafa um hvaða hug stuðningsmenn félagsins bera til hans þá var þeim spurningum svarað í gær þegar hvorki meira né minna en 60 þúsund manns þustu út á götur Sevilla til þess að mótmæla honum.
Stuðningsmennirnir vilja hann á brott frá félaginu og tóku fyrrum leikmenn félagsins þátt í mótmælunum.
Betis var í baráttu um UEFA-sæti í desember síðastliðnum en féll að lokum úr spænsku úrvalsdeildinni.
Stuðningsmennirnir vilja að eigandinn fái að blæða líkt og stuðningsmönnunum hefur blætt allt árið.
Eina vandamálið við mótmælin er að það hefur enginn lýst yfir áhuga sínum á að kaupa félagið.