Dr. Doom: Það versta er að baki í kreppunni 17. júlí 2009 11:15 Hagfræðingurinn Nouriel Roubini, auknefndur Dr. Doom og þekktur fyrir að hafa séð fyrir núverandi fjármálakreppu, segir að það versta sé að baki hjá þróuðu löndunum hvað kreppuna varðar. „Það skín ljós við endann á göngunum. Og til tilbreytingar er ljósið ekki járnbrautarlest á leiðinni," segir Roubini. „Botninum er náð í Bandaríkjunum og hinu alþjóðlega hagkerfi." Í umfjöllun á Reuters um málið segir að hlutabréfamarkaðir hafi tekið kipp upp á við í gærdag í kjölfar orða Roubini um að kreppunni muni ljúka í ár og að viðhorf hans til efnahagsþróunar heimsins væru orðin bjartsýnni. Roubini tekur þó fram að í Bandaríkjunum sé þörf á frekari aðgerðum til að hvetja efnahagslífið þar sem atvinnuleysið nálgist nú 10% af miklum hraða. Hann telur að atvinnumarkaðinum vestan hafs muni hraka áfram nema stjórnvöld spýti inn 200 til 250 milljörðum dollara í viðbót við það sem þegar hefur verið lagt af mörkum. Þá kemur fram í máli Roubini að hann telji að nýmarkaðslöndin muni ná sér fljótar á strik en þróuðu löndin á næstu tveimur árum. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagfræðingurinn Nouriel Roubini, auknefndur Dr. Doom og þekktur fyrir að hafa séð fyrir núverandi fjármálakreppu, segir að það versta sé að baki hjá þróuðu löndunum hvað kreppuna varðar. „Það skín ljós við endann á göngunum. Og til tilbreytingar er ljósið ekki járnbrautarlest á leiðinni," segir Roubini. „Botninum er náð í Bandaríkjunum og hinu alþjóðlega hagkerfi." Í umfjöllun á Reuters um málið segir að hlutabréfamarkaðir hafi tekið kipp upp á við í gærdag í kjölfar orða Roubini um að kreppunni muni ljúka í ár og að viðhorf hans til efnahagsþróunar heimsins væru orðin bjartsýnni. Roubini tekur þó fram að í Bandaríkjunum sé þörf á frekari aðgerðum til að hvetja efnahagslífið þar sem atvinnuleysið nálgist nú 10% af miklum hraða. Hann telur að atvinnumarkaðinum vestan hafs muni hraka áfram nema stjórnvöld spýti inn 200 til 250 milljörðum dollara í viðbót við það sem þegar hefur verið lagt af mörkum. Þá kemur fram í máli Roubini að hann telji að nýmarkaðslöndin muni ná sér fljótar á strik en þróuðu löndin á næstu tveimur árum.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira