Royal Unibrew tapaði 10 milljörðum kr. 26. febrúar 2009 08:31 Dönsku bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew töpuðu 483 milljónum danskra kr. á síðasta ári eða tæpum 10 milljörðum kr.. Stoðir eru einn stærsti hluthafinn í Royal Unibrew með 25% hlut. Samkvæmt umfjöllun í dönskum fjölmiðlum um ársuppgjör Unibrew var það einkum mikill taprekstur í Póllandi sem olli slæmu gengi verksmiðjanna á síðasta ári ásamt almennum samdrætti í fjármálakreppunni. Stjórn Unibrew hefur ákveðið að segja upp 200 af starfsmönnum sínum vegna stöðunnar, 100 í Danmörku og 100 í Póllandi. Þá hefur Unibrew einnig ákveðið að afskrifa hluti sína í þremur pólskum brugghúsum og stóran hlut í því fjórða um 455 milljónir danskra kr. eða um 9 milljarða kr.. Henrik Brandt forstjóri Unibrew segir í tilkynningu um uppgjörið að 2008 hafi verið mjög erfitt ár fyrir verksmiðjurnar, svo erfitt að stjórnin neyðist til að hætta við áform sín um að ná sölu upp á 5 milljarða danskra kr. árið 2010. Þar að auki séu áætlanir um að tvöfalda hagnað ársins 2007 fram að 2010 einnig fyrir bí. Unibrew skilaði hagnaði upp á 220 milljónir danskra kr. árið 2007. Heildarskuldir Unibrew í dag nema 2,2 milljörðum danskra kr. eða tæplega 44 milljörðum kr. Markaðsvirði verksmiðjanna er aðeins rúmlega fjórðungur af þessari upphæð. Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Dönsku bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew töpuðu 483 milljónum danskra kr. á síðasta ári eða tæpum 10 milljörðum kr.. Stoðir eru einn stærsti hluthafinn í Royal Unibrew með 25% hlut. Samkvæmt umfjöllun í dönskum fjölmiðlum um ársuppgjör Unibrew var það einkum mikill taprekstur í Póllandi sem olli slæmu gengi verksmiðjanna á síðasta ári ásamt almennum samdrætti í fjármálakreppunni. Stjórn Unibrew hefur ákveðið að segja upp 200 af starfsmönnum sínum vegna stöðunnar, 100 í Danmörku og 100 í Póllandi. Þá hefur Unibrew einnig ákveðið að afskrifa hluti sína í þremur pólskum brugghúsum og stóran hlut í því fjórða um 455 milljónir danskra kr. eða um 9 milljarða kr.. Henrik Brandt forstjóri Unibrew segir í tilkynningu um uppgjörið að 2008 hafi verið mjög erfitt ár fyrir verksmiðjurnar, svo erfitt að stjórnin neyðist til að hætta við áform sín um að ná sölu upp á 5 milljarða danskra kr. árið 2010. Þar að auki séu áætlanir um að tvöfalda hagnað ársins 2007 fram að 2010 einnig fyrir bí. Unibrew skilaði hagnaði upp á 220 milljónir danskra kr. árið 2007. Heildarskuldir Unibrew í dag nema 2,2 milljörðum danskra kr. eða tæplega 44 milljörðum kr. Markaðsvirði verksmiðjanna er aðeins rúmlega fjórðungur af þessari upphæð.
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira