Gagnrýnir stjórnendur Kaupþings harkalega Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. ágúst 2009 06:30 Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, er ómyrkur í máli. Engir skynsamir bankastjórnendur hefðu lánað eins miklar fjárhæðir til jafn fárra viðskiptavina og Kaupþing gerði, fullyrðir Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, í grein sem birtist á vef breska blaðsins Telegraph í gær. Shearer fjallar þar um lánagögn Kaupþings sem voru opinberaðar á vefnum Wikileaks.org fyrir röskri viku siðan. Í gögnunum eru tilgreindir stærstu lántakendur hjá Kaupþingi. Þar kemur fram, eins og fréttastofa hefur áður greint frá, að 10 stærstu lántakendur fengu ríflega 1500 milljarða í lán frá bankanum. Shearer segir að í langfæstum tilfellum hafi öryggis verið gætt. Mörg af lánunum hafi ekki verið tryggð með neinu nema hlutum í Kaupþingi, sem geti varla talist nokkur trygging. Þá segir Shearer að því hafi verið illa lýst og af mikilli ónákvæmni hvaða möguleikar væru á því að lánin fengust endurgreidd. Þá gagnrýnir Shearer breska fjármálaeftirlitið fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir að Kaupþing eignaðist Singer & Friedlander og visa ábyrgðinni á viðskiptunum á íslenska fjármálaeftirlitið. Hann segir að breska fjármálaeftirlitið hefði átt að aðstoða íslenska fjármálaeftirlitið við að sinna eftirlitsskyldum sínum og vara stjórnendur þess við þeirri hættu sem steðjaði að. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Engir skynsamir bankastjórnendur hefðu lánað eins miklar fjárhæðir til jafn fárra viðskiptavina og Kaupþing gerði, fullyrðir Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, í grein sem birtist á vef breska blaðsins Telegraph í gær. Shearer fjallar þar um lánagögn Kaupþings sem voru opinberaðar á vefnum Wikileaks.org fyrir röskri viku siðan. Í gögnunum eru tilgreindir stærstu lántakendur hjá Kaupþingi. Þar kemur fram, eins og fréttastofa hefur áður greint frá, að 10 stærstu lántakendur fengu ríflega 1500 milljarða í lán frá bankanum. Shearer segir að í langfæstum tilfellum hafi öryggis verið gætt. Mörg af lánunum hafi ekki verið tryggð með neinu nema hlutum í Kaupþingi, sem geti varla talist nokkur trygging. Þá segir Shearer að því hafi verið illa lýst og af mikilli ónákvæmni hvaða möguleikar væru á því að lánin fengust endurgreidd. Þá gagnrýnir Shearer breska fjármálaeftirlitið fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir að Kaupþing eignaðist Singer & Friedlander og visa ábyrgðinni á viðskiptunum á íslenska fjármálaeftirlitið. Hann segir að breska fjármálaeftirlitið hefði átt að aðstoða íslenska fjármálaeftirlitið við að sinna eftirlitsskyldum sínum og vara stjórnendur þess við þeirri hættu sem steðjaði að.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira