Fótbolti

Riise kærir hinn norska Einar Bárðarson

John Arne Riise í landsleik með Noregi.
John Arne Riise í landsleik með Noregi. Nordic photos/AFP

Það er ekki bara á Íslandi sem finna má umboðsmann að nafni Einar Bárðarson. Norski fótboltakappinn John Arne Riise, fyrrverandi leikmaður Liverpool kærði umboðsmann sinn á dögunum fyrir fjárdrátt en sá heitir Einar Baardsen.

En þegar Riise mætti fyrir rétt í Stavangri í gær til að vitna gegn Einari snerist honum óvænt hugur og sagði að aðeins hafi verið um lán að ræða sem hann búist við að fá endurgreitt.

Einar hinn norski umboðsmaður er kærður fyrir að draga að sér 245 milljónir íslenskra króna í tengslum við söluna á Riise frá Liverpool til Róma síðasta sumar. Riise hefur áður sagt upphæðina miklu hærri eða yfir 750 milljónir króna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×