Manuel Pellegrini segir að leikur sinna manna í Real Madrid gegn AC Milan í Meistaradeildinni í kvöld sé afar mikilvægur.
„Með sigri förum við langt með að tryggja okkur áframhaldandi þátttöku í keppninni," sagði Pellegrini sem hefur verið mikið gagnrýndur í spænskum fjölmiðlum að undanförnu.
Real Madrid tapaði fyrir AC Milan á heimavelli fyrir tveimur vikum og tapaði svo fyrir neðrideildarliðinu Alcorcon, 4-0, í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar.
„Þetta verður leikur tveggja frábæra liða með frábærum leikmönnum. Það verður afar mikilvægt fyrir okkur að ná þremur stigum og því munum við sækja á þá frá fyrstu mínútu."
„Ég vona að þetta fari vel og við komumst á topp riðilsins. En við þurfum samt að vinna hina tvo leikina í riðlinum."
