Það er talsverð pressa á liði Grindavíkur í kvöld þegar liðið fær Hamar í heimsókn í Iceland Express-deild karla.
Grindavík hefur tapað tveimur af fyrstu fjórum leikjum sínum og var þess utan heppið að tapa ekki líka fyrir Fjölni.
Er óhætt að segja að liðið hafi engan veginn staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins. Landi liðið ekki sigri í kvöld má gera ráð fyrir að það fari að hitna undir þjálfara liðsins, Friðriki Ragnarssyni.
Leikur Grindavíkur og Hamars er einn af þremur leikjum sem fara fram í Iceland Express-deild karla í kvöld.
Leikir kvöldsins:
Grindavík-Hamar
FSu-Keflavík
Snæfell Fjölnir
Leikirnir hefjast klukkan 19.15.