Yfir 50 breskar krár loka í hverri viku vegna kreppunnar 22. júlí 2009 10:39 Fjármálakreppan hefur leikið Breta svo grátt að fleiri og fleiri þeirra velja nú að drekka heima hjá sér fremur en á kránni. Þetta hefur valdið því að rúmlega 50 breskar krár loka nú og hætta rekstri í hverri viku. Samkvæmt upplýsingum frá samtökum kráareigenda í Bretlandi (BBPA) eru lokanir á krám núna orðnar þriðjungi fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í sögu samtakanna. Það eru einkum hefðbundnar litlar hverfiskrár sem verða fyrir barðinu á kreppunni en stærri staðir sem bjóða einnig upp á matsölu standa betur, þó ekki muni miklu. Fastagestir hverfiskránna eru hinsvegar horfnir af vettvangi í miklum mæli. Talsmaður BBPA segir að kreppan sé ástæðan fyrir þessari þróun. „Færra fólk fer út að skemmta sér en áður og færri kaupa sér ölglas eða drykk á krám eða börum," segir talsmaðurinn. Þótt krárnar reyni hvað þær geta til að aðlaga sig að nýjum tímum bendir talsmaðurinn á að hverfiskrá í smábæ eigi aldrei möguleika á því að verða eftirsótt krá í stórborg. Á síðasta ári, áður en kreppan varð alvarleg, fækkaði krám á Bretlandseyjum um 2.400. Um síðustu áramót voru rúmlega 53.000 krár starfandi í landinu. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjármálakreppan hefur leikið Breta svo grátt að fleiri og fleiri þeirra velja nú að drekka heima hjá sér fremur en á kránni. Þetta hefur valdið því að rúmlega 50 breskar krár loka nú og hætta rekstri í hverri viku. Samkvæmt upplýsingum frá samtökum kráareigenda í Bretlandi (BBPA) eru lokanir á krám núna orðnar þriðjungi fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í sögu samtakanna. Það eru einkum hefðbundnar litlar hverfiskrár sem verða fyrir barðinu á kreppunni en stærri staðir sem bjóða einnig upp á matsölu standa betur, þó ekki muni miklu. Fastagestir hverfiskránna eru hinsvegar horfnir af vettvangi í miklum mæli. Talsmaður BBPA segir að kreppan sé ástæðan fyrir þessari þróun. „Færra fólk fer út að skemmta sér en áður og færri kaupa sér ölglas eða drykk á krám eða börum," segir talsmaðurinn. Þótt krárnar reyni hvað þær geta til að aðlaga sig að nýjum tímum bendir talsmaðurinn á að hverfiskrá í smábæ eigi aldrei möguleika á því að verða eftirsótt krá í stórborg. Á síðasta ári, áður en kreppan varð alvarleg, fækkaði krám á Bretlandseyjum um 2.400. Um síðustu áramót voru rúmlega 53.000 krár starfandi í landinu.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira