Leikmenn Real Madrid virtust ekki vera búnir að jafna sig á tapinu gegn AC Milan í Meistaradeildinni er þeir mættu Sporting Gijon í spænska boltanum í kvöld.
Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli og varð Real þar með af dýrmætum stigum í toppbaráttunni.
Hitt Madridarliðið, Atletico, vann ekki í kvöld frekar en fyrri daginn. Liðið gerði 1-1 jafntefli við Real Mallorca.
Diego Forlan skoraði mark Atletico úr víti en hann hafði brennt af víti fyrr í leiknum.
Barcelona spilar á morgun.