Góðir möguleikar á Grammy 7. febrúar 2009 05:00 Klarinettuleikarinn vonast til að sinfóníuhljómsveitin fái Grammy-verðlaunin annað kvöld. fréttablaðið/vilhelm Meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna í ár, bíða nú spenntir eftir afhendingu þeirra í Los Angeles annað kvöld. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu verður enginn fulltrúi hennar viðstaddur hátíðina en meðlimirnir láta það ekki á sig fá og ætla að fylgjast grannt með framvindu mála hér heima. Rúnar Óskarsson, klarinettuleikari og formaður starfsmannafélags hljómsveitarinnar, telur að hún eigi góðan möguleika á sigri. „Ef dómnefndin þarna úti hefur einhver fagleg sjónarmið í úrskurði sínum eigum við alveg jafna möguleika og hinir. Það er ekki hægt að afskrifa okkur," segir hann og telur að framkvæmdastjórinn Þröstur Ólafsson hafi verið helst til svartsýnn á sigur í grein Fréttablaðsins á miðvikudag. Rúnar segir að það yrði meiri háttar ef verðlaunin féllu í skaut sveitarinnar. „Það væri ótrúlegt fyrir hljómsveitina, ekki bara gagnvart okkur heldur líka til að sýna fram á að við erum alvöru hljómsveit. Þetta er þjóðarhljómsveit sem við eigum að vera stolt af." Hann bætir við að sinfóníuhljómsveitin hafi fengið byr í seglin að undanförnu því áhorfendafjöldinn hafi aukist mikið og stemningin sömuleiðis. „Áhorfendur standa upp og klappa oftar en þeir hafa gert. Okkur finnst vera meiri stemning, jafnvel líka út af þessum Grammy-verðlaunum." Vegna fjárskorts þurfti sinfóníu-hljómsveitin að hætta við fyrir-hugaða Japansferð sína eins og komið hefur fram. Af sömu ástæðum hefur Spánarferð, sem var plönuð í febrúar, einnig verið flautuð af. Til að bæta fyrir það verður árshátíð sveitarinnar hinn 28. febrúar haldin með sérstöku Spánarívafi. - fb Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna í ár, bíða nú spenntir eftir afhendingu þeirra í Los Angeles annað kvöld. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu verður enginn fulltrúi hennar viðstaddur hátíðina en meðlimirnir láta það ekki á sig fá og ætla að fylgjast grannt með framvindu mála hér heima. Rúnar Óskarsson, klarinettuleikari og formaður starfsmannafélags hljómsveitarinnar, telur að hún eigi góðan möguleika á sigri. „Ef dómnefndin þarna úti hefur einhver fagleg sjónarmið í úrskurði sínum eigum við alveg jafna möguleika og hinir. Það er ekki hægt að afskrifa okkur," segir hann og telur að framkvæmdastjórinn Þröstur Ólafsson hafi verið helst til svartsýnn á sigur í grein Fréttablaðsins á miðvikudag. Rúnar segir að það yrði meiri háttar ef verðlaunin féllu í skaut sveitarinnar. „Það væri ótrúlegt fyrir hljómsveitina, ekki bara gagnvart okkur heldur líka til að sýna fram á að við erum alvöru hljómsveit. Þetta er þjóðarhljómsveit sem við eigum að vera stolt af." Hann bætir við að sinfóníuhljómsveitin hafi fengið byr í seglin að undanförnu því áhorfendafjöldinn hafi aukist mikið og stemningin sömuleiðis. „Áhorfendur standa upp og klappa oftar en þeir hafa gert. Okkur finnst vera meiri stemning, jafnvel líka út af þessum Grammy-verðlaunum." Vegna fjárskorts þurfti sinfóníu-hljómsveitin að hætta við fyrir-hugaða Japansferð sína eins og komið hefur fram. Af sömu ástæðum hefur Spánarferð, sem var plönuð í febrúar, einnig verið flautuð af. Til að bæta fyrir það verður árshátíð sveitarinnar hinn 28. febrúar haldin með sérstöku Spánarívafi. - fb
Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira