Kauphallarsvindl eykst mikið í Kaupmannahöfn 17. júlí 2009 14:38 Ýmiskonar svik og svindl með hlutabréfaviðskipti í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hafa aukist mikið á fyrsta helmingi þessa árs. Fjármálakreppunni er kennt um en bæði stjórnendur kauphallarinnar og fjármálaeftirlit Danmerkur vinna nú yfirvinnu til að halda aftur af þessari þróun. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum frá fjármálaeftirliti Danmerkur hefur eftirlitið meðhöndlað 47 mál tengd kauphallarglæpum á fyrstu sex mánuðum ársins. Til samanburðar voru þessi tilvik 73 talsins allt árið í fyrra og 45 talsins árið 2006. Mads Mathiassen skrifstofustjóri hjá fjármálaeftirlitinu segir að málafjöldinn sé áfram mikill í samanburði við fyrri ár. Þar að auki nefnir hann að þeim málum fari fjölgandi þar sem erlendir eftirlitsaðilar biðji danska fjármálaeftirlitið um aðstoð í málum sem snúast um grunsamleg kauphallarviðskipti. Það eru einkum mál sem tengjast markaðsmisnotkun sem hefur farið fjölgandi. Þau voru 19 talsins á fyrri helming ársins í ár m.v. 28 allt árið í fyrra. Af málunum í ár hefur sjö þeirra verið vísað til lögreglurannsóknar. Það kemur prófessor Jesper Lau Hansen sérfræðingi í kauphallarrétti við háskólann í Kaupmannahöfn ekki á óvart að aukning sé í tilvikum á markaðsmisnotkun þegar fjármálakreppa er í gangi. Fleiri rannsóknir hafi sýnt að bæði stjórnendur og almennir fjárfestar eigi erfitt með að viðurkenna tap. „Þegar illa gengur hjá fyrirtækjum og einstaklingum á fólk það til að fegra tölurnar og láta líta út fyrir að staðan sé ekki eins slæm og hún er í rauninni," segir prófessorinn. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ýmiskonar svik og svindl með hlutabréfaviðskipti í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hafa aukist mikið á fyrsta helmingi þessa árs. Fjármálakreppunni er kennt um en bæði stjórnendur kauphallarinnar og fjármálaeftirlit Danmerkur vinna nú yfirvinnu til að halda aftur af þessari þróun. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum frá fjármálaeftirliti Danmerkur hefur eftirlitið meðhöndlað 47 mál tengd kauphallarglæpum á fyrstu sex mánuðum ársins. Til samanburðar voru þessi tilvik 73 talsins allt árið í fyrra og 45 talsins árið 2006. Mads Mathiassen skrifstofustjóri hjá fjármálaeftirlitinu segir að málafjöldinn sé áfram mikill í samanburði við fyrri ár. Þar að auki nefnir hann að þeim málum fari fjölgandi þar sem erlendir eftirlitsaðilar biðji danska fjármálaeftirlitið um aðstoð í málum sem snúast um grunsamleg kauphallarviðskipti. Það eru einkum mál sem tengjast markaðsmisnotkun sem hefur farið fjölgandi. Þau voru 19 talsins á fyrri helming ársins í ár m.v. 28 allt árið í fyrra. Af málunum í ár hefur sjö þeirra verið vísað til lögreglurannsóknar. Það kemur prófessor Jesper Lau Hansen sérfræðingi í kauphallarrétti við háskólann í Kaupmannahöfn ekki á óvart að aukning sé í tilvikum á markaðsmisnotkun þegar fjármálakreppa er í gangi. Fleiri rannsóknir hafi sýnt að bæði stjórnendur og almennir fjárfestar eigi erfitt með að viðurkenna tap. „Þegar illa gengur hjá fyrirtækjum og einstaklingum á fólk það til að fegra tölurnar og láta líta út fyrir að staðan sé ekki eins slæm og hún er í rauninni," segir prófessorinn.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira