Sjálfstæðisflokkurinn efnir til fjölskylduhátíðar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík í dag, sumardaginn fyrsta. Ræningjarnir í Kardimommubænum, þeir Kasper, Jesper og Jónatan, verða meðal skemmtiatriða.
Formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, mun ávarpa gesti hátíðarinnar.
Þá verður boðið upp á trúbadora, andlitsmálningu, ýmsa leiki og fimleikasýningu frá Ármann. Fjölmörg leiktæki í garðinum verða í gangi og boðið verður upp á grillaðar pylsur og gos.
Hátíðin hefst klukkan 17.
Ræningjarnir þrír á hátíð sjálfstæðismanna
