Mozzarellabrauð
fyrir 4
1 sveitabrauð, skorið í ca. 2 cm þykkar sneiðar
4 msk Ítalíu ólífuolía
1 hvítlauksrif
2 mozzarella-kúlur, skornar í sneiðar
2 pokar af klettasalati
2 msk Ítalíu ólífuolía
1 krukka Ítalíu kirsuberjatómatar í ólífuolíu frá Hagkaup, skornir í tvennt
1 askja af ferskum kirsuberjatómötum, skornir í fjóra hluta
Ítalíu Modena balsamgljái frá Hagkaup
Sjávarsalt og nýmalaður pipar
Hitið ofninn í 200°C. Hellið ½ msk af ólífuolíu á hvert brauð og nuddið hvítlauknum ofan í brauðið. Grillið brauðið í tæplega 5 mínútur. Raðið mozzarella-ostinum ofan á brauðið og setjið það aftur inn í ofninn og grillið þar til að osturinn bráðnar. Veltið klettasalatinu upp úr ólífuolíunni og setjið það á fjóra diska. Raðið brauðsneiðunum ofan á og skiptið tómötunum jafnt á milli diskanna. Sprautið u.þ.b. 1 msk af balsamgljáa yfir hvern rétt og kryddið með salti og pipar.
Fljótlegt Tiramisu
fyrir 4
2 bollar espressokaffi
2 msk sykur
1 tsk kanill
16 kexfingur
Vanilluís
Merchant gourmet karamellusósa
Súkkulaðispænir
Blandið saman kaffinu, sykrinum og kanilnum og látið kólna í 3-4 mínútur. Raðið kexfingrunum á disk og hellið ½ bolla af kaffiblöndunni yfir. Setjið 1-2 ískúlur á kexið, sprautið karamellusósu yfir og stráið súkkulaðispæninum yfir.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2018-10-22T153245.909Z-Manchester_City_FC_badge.svg.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/gracenote/4087.png)