Portúgalski varnarmaðurinn Pepe hjá Real Madrid leikur ekki meira með Real Madrid á þessari leiktíð og missir væntanlega af HM næsta sumar.
Pepe varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum í leiknum gegn Valencia í gær. Rannsóknir í dag hafa síðan leitt í ljós liðbönd eru illa farin og tímabilið er því búið hjá varnarmanninum.
Fastlega er búist við því að Real Madrid versli sér nýjan varnarmann í janúar vegna þessa.