Topplið Njarðvíkur í Iceland Express deild karla heimsækir Snæfellinga í Stykkishólm í kvöld en Njarðvíkingum hefur ekki gengið vel í deildarleikjum sínum í Hólminum síðustu sex tímabil. Snæfell er nefnilega búið að vinna sjö síðustu deildarleiki liðanna í Fjárhúsinu.
Njarðvík vann síðast deildarleik í Hólminum 13. febrúar 2003 þegar liðið vann 63-60 eftir hörkuleik. Njarðvík vann reyndar undanúrslitaleik liðanna í bikarnum 22. janúar 2006 en sá leikur var spilaður fyrir vestan.
Snæfellingar hafa reyndar haft gott tak á Njarðvíkingum síðustu ár hvar sem liðin spila því frá því að Njarðvík vann 84-71 sigur í deildarleik liðanna í Ljónagryfjunni 11. október 2007 hafa Hólmarar unnið sex leiki liðanna í röð í öllum keppnum.
Vinna Njarðvíkingar sinn fyrsta deildarsigur í Hólminum frá 2003?
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn


Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn



Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn
