Höfuðpaur í stóra fíkniefnamálinu talinn skipuleggja dópsmygl 10. maí 2009 18:54 Einn af höfuðpaurunum í stóra fíkniefnamálinu svokallaða frá árinu 1999 var búsettur í Brasilíu í mörg ár og er grunaður um að eiga aðild að skipulögðu dópsmygli frá Brasilíu til Íslands. Mörg íslensk burðardýr hafa verið tekin í landinu undanfarin ár. Í fréttum okkur í vikunni sögðum við frá því að það væri ekkert einsdæmi að Íslendingar reyndu kókaínsmygl frá Brasilíu til Íslands. Leiðin sem Ragnar Erling Hermannson ætlaði með kílóin sín frá Brasilíu til Malagá hefur margoft verið farin áður. Ragnar komst hins vegar ekki langt. Hann var handtekinn á flugvelli borgarinnar Recife í Brasilíu. Athygli vekur að Sverrir Þór Gunnarsson einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu svokallaða hefur verið búsettur í Recife undanfarin ár. Hann fluttist þangað eftir að hafa lokið afplánun á sjö ára fangelsisdómi fyrir aðild að stórfelldu kókaínsmygli. En þótt Sverrir hafi flutt frá Litla-Hrauni til Brasilíu hefur hann haldið tengslum við Ísland. Hann á til að mynda nokkrar fasteignir í Reykjavík og í einni þeirra gómaði lögreglan hóp af vændiskonum í hitt í fyrra. Vændiskonurnar voru allar frá Brasilíu. Þá hafa nokkrir af samverkamönnum Sverris úr stóra fíkniefnamálinu haldið uppteknum hætti. Nokkrir þeirra hafa verið handteknir og dæmdir nýlega fyrir tilraun til að smygla miklu magni af kókaíni til landsins. Í einu nýlegu smyglmáli kom til dæmis fram að smyglarinn millifærði tugi milljóna króna til félags í eigu Sverris í Panama. Smyglarinn útskýrði það svo í Héraðsdómi sem greiðslu vegna byggingaframkvæmda í Brasilíu. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að vegna fyrri tengsla Sverris við bæði og gömul og nýleg kókaínmál hafi lögreglan hann haft hann undir eftirliti í tengslum við þau fíkniefnamál sem komið hafa upp í Brasilíu á undanförnum árum. Einn heimildarmaður fréttastofu orðaði það sem svo að smyglarar þurfi á einhverjum að halda sem geti komið íslenskum kaupendum og burðardýrum í sambönd við söluaðila kókaíns sem þeir geti treyst. Lögregla þurfi meðal annars að kanna hvort Sverrir hafi gegnt slíku hlutverki. Sverrir Þór Gunnarsson flutt nýlega frá Brasilíu og borginni Recife til Amsterdam en Amsterdam er einskonar vörutorg Íslendinga sem vilja smygla í hass, spítt og e-tölum til landsins. Sveddi tönn handtekinn Fíkniefnabrot Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Einn af höfuðpaurunum í stóra fíkniefnamálinu svokallaða frá árinu 1999 var búsettur í Brasilíu í mörg ár og er grunaður um að eiga aðild að skipulögðu dópsmygli frá Brasilíu til Íslands. Mörg íslensk burðardýr hafa verið tekin í landinu undanfarin ár. Í fréttum okkur í vikunni sögðum við frá því að það væri ekkert einsdæmi að Íslendingar reyndu kókaínsmygl frá Brasilíu til Íslands. Leiðin sem Ragnar Erling Hermannson ætlaði með kílóin sín frá Brasilíu til Malagá hefur margoft verið farin áður. Ragnar komst hins vegar ekki langt. Hann var handtekinn á flugvelli borgarinnar Recife í Brasilíu. Athygli vekur að Sverrir Þór Gunnarsson einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu svokallaða hefur verið búsettur í Recife undanfarin ár. Hann fluttist þangað eftir að hafa lokið afplánun á sjö ára fangelsisdómi fyrir aðild að stórfelldu kókaínsmygli. En þótt Sverrir hafi flutt frá Litla-Hrauni til Brasilíu hefur hann haldið tengslum við Ísland. Hann á til að mynda nokkrar fasteignir í Reykjavík og í einni þeirra gómaði lögreglan hóp af vændiskonum í hitt í fyrra. Vændiskonurnar voru allar frá Brasilíu. Þá hafa nokkrir af samverkamönnum Sverris úr stóra fíkniefnamálinu haldið uppteknum hætti. Nokkrir þeirra hafa verið handteknir og dæmdir nýlega fyrir tilraun til að smygla miklu magni af kókaíni til landsins. Í einu nýlegu smyglmáli kom til dæmis fram að smyglarinn millifærði tugi milljóna króna til félags í eigu Sverris í Panama. Smyglarinn útskýrði það svo í Héraðsdómi sem greiðslu vegna byggingaframkvæmda í Brasilíu. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að vegna fyrri tengsla Sverris við bæði og gömul og nýleg kókaínmál hafi lögreglan hann haft hann undir eftirliti í tengslum við þau fíkniefnamál sem komið hafa upp í Brasilíu á undanförnum árum. Einn heimildarmaður fréttastofu orðaði það sem svo að smyglarar þurfi á einhverjum að halda sem geti komið íslenskum kaupendum og burðardýrum í sambönd við söluaðila kókaíns sem þeir geti treyst. Lögregla þurfi meðal annars að kanna hvort Sverrir hafi gegnt slíku hlutverki. Sverrir Þór Gunnarsson flutt nýlega frá Brasilíu og borginni Recife til Amsterdam en Amsterdam er einskonar vörutorg Íslendinga sem vilja smygla í hass, spítt og e-tölum til landsins.
Sveddi tönn handtekinn Fíkniefnabrot Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira